ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10860

Titill

Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu hnakks

Skilað
Maí 2010
Útdráttur

Rannsóknin var gerð til meta hvort mismunandi gleið höfuðjárn hafi áhrif á heildarþrýsting undir hnakknum og þyngdardreifingu hans. Einnig var lagt mat á áhrif gangtegunda á þrýstingsdreifingu hnakksins. Níu heilbrigðir hestar voru notaðir í rannsóknina og þrýstingsmælingar voru teknar með sérhannaðri mælidýnu í kyrrstöðu, á feti, brokki og tölti. Hver mæling var gerð í 30 sekúndur og meðal heildarþrýstingur á þessum tíma notaður í greiningar. Einn hnakkur var notaður í rannsókninni. Gleidd hnakksins var hægt að breyta með því að skipta um höfuðjárn í hnakknefinu. Í rannsókinni voru notuð þrjú mismunandi gleið járn (M, MW, W). Minnsti heildarþrýstingur var notaður til að ákvarða hvaða járn hentaði hverjum hesti best. Fimm hestum hentaði gleiðasta járnið (W) best og þremur hestum hentaði þrengsta járnið (M) best en hjá einum var ekki hægt að finna mun milli járna. Hestunum var skipt upp í tvo hópa, M hóp og W hóp og skoðaður var þrýstingsmunur á milli járns með minnstan þrýsting og þrengri eða víðari járna. Samanburður var gerður á heildarþrýstingi og einnig var þrýstisvæði hnakksins skipt í þriðjunga (fram, mið og afturhluta) til að meta þrýstingsdreifingu. Munur mældist á heildarþrýstingi á milli mismunandi gleiðra járna. Hjá járnum sem voru gleiðari en járn með minnstan heildarþrýsting mældist meiri þrýstingur á framhluta og miðhluta. Hjá þrengri járnum mældist meiri þrýstingur á framhluta. Þegar borinn var saman heildarþrýstingur á milli gangtegunda kom í ljós að brokk var með marktækt minnstan heildarþrýsting en ekki mældist munur á feti og tölti.
Niðurstöður úr þessari rannsókn sýna að með því að skipta um höfuðjárn má hafa áhrif á heildar- og svæðabundinn þrýsting hnakksins. Notkun þrýstidýna gæti verið hentug aðferð til að meta hvaða hnakkur hentar hverjum hesti best þó að langtímaáhrifin séu óþekkt. Lykilorð: Hestur, herðabreidd, gleidd hnakka, höfuðjárn, þrýstingsmæling, þyngdardreifing

Athugasemdir

Útskrift frá:
Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild

Samþykkt
22.2.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Einar Reynisson.Pdf633KBOpinn  PDF Skoða/Opna