is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10861

Titill: 
  • Vöxtur og þroski íslenska hestsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að taka saman yfirlit um vöxt og stærð íslenska hestsins, byggt á íslenskum rannsóknum og nýlegum skrokkmálum og bera saman við rannsóknir á erlendum hestakynjum. Skoðuð voru skrokkmál byggð á mælingum sýndra kynbótahrossa á tímabilinu 1990 til 2009 (hæð, lengd, brjóstdýpt) og á mælingum folalda og tryppa á Hólum í Hjaltadal tímabilið 1996-2010 (hæð, lengd, brjóstdýpt, brjóstbreidd, breidd mjaðmahorna, breidd lærleggstoppa, brjóstummál, þungi). Þessar mælingar voru bornar saman við eldri íslenskar rannsóknir um vöxt íslenska hrossastofnsins. Samkvæmt mælingum fyrir sýnd hross á Íslandi eru hryssurnar marktækt lægri en hestarnir (p<0,01). Bæði hryssur og hestar sem fædd eru á tímabilinu 2000-2004 eru marktækt hærri, lengri og með meiri brjóstdýpt en þau sem fædd eru á tímabilinu 1985-1989 (p<0,01). Hryssurnar hafa hækkað á herðar úr 136,6 cm uppí 139,8 cm en hestarnir úr 139,4 cm uppí 141,3 cm. Hækkun á herðar er hlutfallslega meiri en aukin lengd og brjóstdýpt. Breytingar á stærð og skrokkhlutföllum getur bæði verið vegna bættrar fóðrunar og vegna áhrifa í ræktun. Mælingarnar fyrir Hólatryppin sýna að þau eru að vaxa mun hraðar en eldri íslenskar rannsóknir á vexti hafa sýnt. Þrátt fyrir góðan vöxt kemur í ljós að það hægist á þyngingu yfir veturinn, ekki síst hjá tryppum á 2. og 3. vetri, en áhrif á hæðarvöxt voru minni. Tækifærin til að auka vöxt enn frekar liggur því í heyfóðruninni yfir vetrartímann og gæðum haustbeitarinnar. Fyrsta árið er beinvöxtur folaldanna hraðastur og mikilvægt að fóðrun folalda og mjólkandi hryssna sé sem best.

Athugasemdir: 
  • Útskrift frá:
    Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
    Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
  • 22.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjar Skúlason.Pdf1.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna