ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10863

Titill

Frá Böggvisstaðasandi til Dalvíkur

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að skoða byggðaþróun á Dalvík allt frá því að þéttbýli fór að myndast þar í kringum aldamótin 1900. Reynt er að varpa ljósi á það hvernig bærinn þróaðist og líka að greina þá áhrifaþætti sem áhrif höfðu á sköpulag bæjarins. Þrír
meginþættir voru skoðaðir; náttúrufarslegar forsendur
byggðarþróunarinnar, söguleg þróun byggðarinnar og skipulögin sem gerð voru fyrir svæðið. Síðan voru einstök atriði sem hafa
haft áhrif á byggðaþróunina tekin út og skoðuð sérstaklega. Byggðamynstrið var að lokum skoðað með kenningar Conzen um borgarformfræði í huga. Helstu niðustöður eru þær að þróun þéttbýlisins á Dalvík sé samspil margra ólíkra þátta.
Náttúrufarslegir þættir hafa að einhverju leiti haft áhrif á hvernig bærinn hefur þróast. Þar má aðallega nefna góða aðstöðu til bátslendinga frá náttúrunnar hendi auk nálægðar við
gjöful fiskimið. Brimnesáin norðan við bæinn og Flæðarnar suðvestan við hann hindra vöxt bæjarins í þær áttir. Bæjarlandið hentar annars vel til byggðar og undirlendi er nægt.
Byggðamynstrið mótast töluvert af mismunandi eignarhaldi á landi og hefur það aðallega haft áhrif á uppbyggingu í og við miðbæinn. Það sem einna mest áhrif hefur haft á þróunina á Dalvík er þó atvinnulífið og tækniframfarir því tengdar. Bætt hafnarskilyrði og
tækniframfarir við fiskveiðar og vinnslu eru án efa einn af stærstu áhrifavöldunum byggðaþróunar Dalvíkur. Bærinn þróast út frá sjóbúðum í upphafi og þróun hans virðist að miklu leiti haldast í hendur við þróun sjósóknar. Það kemur því ekki á óvart að elsti hluti bæjarins er einmitt staðsettur meðfram ströndinni, allt frá Brimnesá í norðri að Flæðunum í suðri. Byggðin þróast svo þannig að hún yngist smá saman eftir því sem ofar dregur í
bænum. Yngstu hverfin eru því jafnframt þau efstu.

Samþykkt
23.2.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_helgairis.pdf30,6MBOpinn  PDF Skoða/Opna