is Íslenska en English

Grein

Háskólinn á Bifröst > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10896

Titill: 
  • Viðhorf Íslendinga til innflytjenda á Íslandi
Útgáfa: 
  • 2009
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er fjallað um niðurstöður úr könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst þar sem íslenskir ríkisborgarar voru spurðir út í viðhorf þeirra til innflytjenda
    á Íslandi. Svörin voru borin saman við fyrirliggjandi gögn úr sambærilegum könnunum á Íslandi og í öðrum Evrópuríkjum. Byrjað er á því að fjalla stuttlega um fjölgun innflytjenda á Íslandi síðustu ár og um þróun í átt að fjölmenningarsamfélagi.
    Rannsókninni var meðal annars ætlað að kanna hvort þeir sem eru félagslega og efnahagslega verr staddir en aðrir hafi neikvæðari afstöðu til innflytjenda samanborið við þá sem hafa betri félagslega og efnahagslega stöðu og benda niðurstöður til þess
    að svo sé. Þeirri spurningu er velt upp hvort það geti verið vegna þess að þeir sem eru verr staddir upplifi innflytjendur frekar sem samkeppnisaðila á vinnumarkaði. Af rannsókninni má draga þá ályktun að Íslendingar hafi almennt jákvæðari afstöðu til
    innflytjenda en aðrar þjóðir þrátt fyrir að þeir hafi orðið neikvæðari í þeirra garð á síðustu árum samhliða því sem innflytjendum hefur fjölgað á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    This article reports on the results of a survey by the Bifröst University Research Center in which Icelandic citizens were asked about their views on immigrants in Iceland. The answers were compared with existing data from similar surveys in Iceland and other European countries. The article begins with a brief discussion of the increased number of immigrants in Iceland in the past few years and Iceland’s development towards a multicultural society. Among the goals of the survey was to
    see whether those who are socioeconomically worse off have a more negative view of immigrants than those who are in a better socioeconomic position, and the results suggest that this is indeed the case. The article considers whether this might be because those who are worse off experience immigrants as competition on the labor market. The survey shows that Icelanders in general have a more positive view of immigrants than in other countries, even though this view has become more negative in recent years at the same time as the number of immigrants in Iceland has increased.

Birtist í: 
  • Bifröst Journal of Social Science / Tímarit um félagsvísindi. 2009, 3(1) : 67-95
ISSN: 
  • 1670-7796
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 1.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva_Heida_Onnudottir.pdf406.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna