is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10901

Titill: 
  • Brotthvarf og aftur í nám
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskar brotthvarfsrannsóknir sýna flestar að skólakerfið þurfi að sníða betur að þörfum hvers og eins. Í ritgerðinni er skoðað hvaða augum endurkomunemendur líta á fyrra brotthvarf, hvernig aðstæður og líf þeirra var á þeim tíma og hvernig þeim gengur að glíma við námið eftir 25 ára aldur í annarri tilraun, samanborið við fyrstu tilraun.
    Nálgun ritgerðar er byggð á kenningum Thomas Ziehe um, menningarlega leysingu (e. cultural liberation), sem skýrir menningar- og félagslega umgjörð. Einnig kenning Pierre Bourdieu um habítus sem beinir sjónum sínum að félagslegri hlið uppeldisþátta og hvernig hún mótar væntingar til menntunar. Kenningar Ulrichs Becks og fleiri um lífssögu vals (e. choice biography) beinir sjónum að samspili hugmynda um frjálst val og félagslegra skilyrðinga í námsvali.
    Hagnýtt gildi ritgerðar er að styðja við aðgerðir gegn brotthvarfi og við mótun og framkvæmd námsleiða fyrir endurkomunemendur, með bættri sýn á félagslegar og persónulegar hindranir og á samspil hins félagslega og persónulega í námsvali, með sjónarhorn nemandans í forgrunni.
    Rannsóknarspurningin er í þremur liðum. Hvers vegna ákveða einstaklingar að snúa aftur í nám eftir brotthvarf, hvaða hvati býr að baki þeirri ákvörðun og hvaða áhrif hefur fyrra brotthvarf haft á nám þeirra í dag?
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg og notuð einstaklings-og rýnihópaviðtöl. Þátttakendur eru þrettán, 7 konur og 6 karlar á aldrinum 27 til 37 ára.
    Viðmælendur upplifa fordóma gagnvart verkmenntun í samfélaginu og hjá þeim sjálfum. Val námsleiða í framhaldsskóla reyndist oft byggt á áhrifum frá foreldrum, vinum, skóla og almennri orðræðu í samfélaginu og hæfði í reynd hvorki getu þeirra né áhuga. Á sínum tíma var brotthvarfið útskýrt með rökum sem viðmælendur telja nú vafasöm. Endurkoma tengist breytingum á lífshlaupi og skertum atvinnumöguleikum, samhliða hvatningu frá fjölskyldu og vinum. Þeir sem tókust á við náms-, félags- eða andlega erfiðleika fyrir brotthvarf, eru oft enn að glíma við gamla ,,drauga.“

  • Útdráttur er á ensku

    The research done about dropouts in Iceland show that the school system needs to serve better the individual needs of each student. This thesis illuminates how returning students look back at their earlier dropout and at their life conditions at that time, as well as their ability to deal with their renewed studies after the age of 25.
    The approach is mainly based on Thomas Ziehe´s theory of cultural liberation as the cultural and social frame, on Pierre Bordieu´s concept of habitus, as a sociological approach to the effects of upbringing on expectations for education, and on Ulrich Beck´s concept of choice biography, which illuminates the interplay of free choices and social restrictions.
    The practical value of the study is to aid measures against dropout and programs for returners through some insight into social and individual obstacles and choices, with the student perspective in the foreground.
    The research question is in three parts. For what reason have certain individuals decided to return to their studies, what motivation lies behind that decision and what impact has their previous drop out had on their studies today?
    This research is based on qualitative approaches involving personal observations and focus groups. There are thirteen participants, 7 women and 6 men at the age of 27 to 37.
    The research indicates that the interviewees believe that society, and they as well, have prejudices against vocational education. The original choices of educational path were often heavily influenced by parents, friends and the general discourse in society, and did not suit the abilities or interest of the students themselves. Looking back they find the reasons they originally gave for dropping out as partly false. The return to school relates to changes in their life course and to the lack of job opportunities, due to the recession since 2008, and has been supported by friends and family. Those who were faced with educational, social and emotional difficulties before dropping out still struggle with old “ghosts” as returners.

Samþykkt: 
  • 1.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Karen.pdf920.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna