is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10909

Titill: 
  • Titill er á ensku Linear optimization model that maximizes the value of pork products
  • Línulegt bestunarlíkan sem hámarkar verðmæti svínaafurða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegurinn á Íslandi hefur nýtt sér aðferðir aðgerðagreiningar, bestun og líkanagerð, með miklum árangri. Því hefur sjávarútvegurinn náð langt hvað varðar nýtingu á afurðum og þróun á reikniforritum sem aðstoða með ákvarðanatöku. Landbúnaðurinn hins vegar hefur ekki nýtt sér þessar aðferðir í eins miklum mæli. Mjög líklega er það vegna þess að sjávarútvegurinn hefur vegið meira í íslensku atvinnulífi, hvað varðar verga landsframleiðslu og er ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins.
    Það er þó engu að síður jafn mikilvægt fyrir landbúnaðinn að nýta sér þessar aðferðir. Neytendur gera sífellt meiri kröfur til framleiðanda um lægra vöruverð en á sama tíma, um meiri gæði. Það er því mikilvægt að nýta sér áðurnefndar aðferðir til að ná fram betri nýtingu í framleiðslu ásamt því að auka arðsemi á því hráefni sem er til umráða hverju sinni.
    Í þessu verkefni verður leitast eftir að hámarka afurðaverðmæti svínaafurða, með því að þróa reiknilíkan sem birtir hagkvæmustu framleiðsluáætlunina hverju sinni. Líkanið er hannað á þann hátt að það er hægt að nýta það fyrir hvaða kjöttegund sem er og jafnvel annarskonar hráefni úr matvælaiðnaðinum, með því að nota önnur gögn. Prófanir á því verða hinsvegar ekki gerðar í þessu verkefni.
    Línulegt bestunarlíkan verður kynnt ásamt helstu niðurstöðum af samanburði við gögn fengin frá Sláturfélagi Suðurlands. Niðurstöður gefa til kynna að línulegt bestunarlíkan hentar vel fyrir áætlanagerð í framleiðslu sem þessari. Líkanið gefur hærri tekjur með framleiðslu á sama magni og var í raun. Með því að beita næmigreiningu á ákveðna þætti í líkaninu má sjá hvaða vörur er mikilvægt að leggja áherslu á í því skyni að hámarka hagnað.

  • Útdráttur er á ensku

    The fishing industry in Iceland has applied methods of engineering, such as optimization research and mathematical modeling, into the fish processing plants with a great success. The fishing industry have reached a great progress in terms of utilizing available raw material and developing mathematical models that assist with complex decision making within the fish
    processing plants. The agricultural industry has not applied these methods as much. This is very likely because the fishing industry has weighted more in
    the Icelandic economy in terms of gross domestic product (GDP) and is one of the most important export industries in Iceland.
    It is nevertheless very important for the agricultural industry to take advantage of methods of engineering. Consumers are doing more demand on the manufacturer of lower product price, but at the same time, of higher product quality. It is therefore important to use before mentioned methods to achieve better utilization of production and increasing the profitability of available raw material at each time.
    The goal with this research is to maximize the product value of pork products, by developing a model that displays the optimal production plan for a given planning horizon. The model is designed in a way that it can be implemented on any kind of carcass: poultry, cattle, sheep, horses, calf and etc, by using different data. The model can also be implemented on different kind of production to make a production plan. It could be a meat processing or any other food processing. That is however not tested in this research.
    A linear programming model to support decision making is presented, in order to find the optimal production plan for pork, by maximizing the product value. Data from Sláturfélag Suðurlands was applied to the model. Results from comparison between the model and reality indicated that a linear programming model is an efficient approach to solve a production planning
    problem. The model provides higher revenues than actually for the same production quantity. By applying sensitivity analysis on certain parameters
    in the model, it can be seen what products are important to emphasize on in order to maximize profit.
    Keywords: Production planning, optimization, linear programming, food industry, meat processing, decision support system, sensitivity analysis.

Samþykkt: 
  • 5.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_pig.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna