is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10916

Titill: 
  • Kenndu mér að lesa vel! : um þróun sjónræns orðaforða hjá sex til níu ára börnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; annars vegar að skoða hvernig sjónrænn orðaforði þróast hjá sex til níu ára börnum og hins vegar að útbúa til þess matstæki fyrir kennara til að fylgjast með framþróun lestrarnámsins með einföldum og skjótum hætti svo veita megi viðeigandi inngrip. Matstækið hefur hlotið heitið Leið til læsis: Sjónrænn orðaforði og er unnið í samstarfi við Námsmatsstofnun. Staðlað orðlestrarpróf er ekki til á Íslandi og felst því stór hluti af rannsókninni í því að búa til slíkt matstæki og vinna að stöðlun þess. Prófið er hugsað sem tæki til að meta framfarir nemenda í 1.-4. bekk yfir visst tímabil með það að markmiði að bæta kennslu og læsi nemenda almennt. Rannsóknir sýna að með slíkum prófum fáist góðar vísbendingar um stöðu nemenda í lestri og á annars konar hátt en með hefðbundnum lestrarprófum. Með hefðbundnum lestrarprófum er verið að prófa lesfimi eða hversu hraður, nákvæmur og sjálfvirkur lesturinn er, en með orðlestrarprófum fást upplýsingar um hvaða lestækni nemandinn notar; hvort hann þekki orðin sjónrænt, giski út frá samhengi eða þurfi að hljóða sig í gegnum orðin. Lestur stakra orða er þannig afar góður mælikvarði á undirstöðufærni í lestri. Prófið er hugsað sem eftirfylgdarpróf með lesskimunarprófinu Leið til læsis: Lesskimun sem Námsmatsstofnun gaf út haustið 2010. Kennarar geta sjálfir nýtt prófið í kjölfar fyrirlagnar á skimunarprófinu til að meta stöðu nemenda reglubundið yfir fyrstu ár grunnskólans og fylgjast þannig með framförum þeirra. Niðurstöður gefa kennurum tækifæri til að vinna markvisst að því að styrkja stöðu nemenda sinna, jafnt þeirra sem standa vel að vígi og hinna sem slakari eru.
    Prófið var lagt fyrir um 1500 nemendur í 1.-4. bekk í 18 grunnskólum á landinu og helstu niðurstöður eru þær að gögnin sýna mjög góðan samhljóm með mati á sjónrænum orðaforða samhliða mati á stöðu nemenda í lestri í tengslum við lesfimi. Fram kom að fylgni villufjölda á sjónrænum orðaforða við leshraða er mjög góð og hærri en fylgni villufjölda á lesfimiprófum. Prófið er því skjót, en um leið örugg leið til að meta getu nemenda og óhætt að halda því fram að sjónrænn orðaforði sé einn af þeim þáttum sem fylgjast þarf vel með í lestrarkennslu ungra barna. Því fyrr sem sjónrænn orðaforði er metinn hjá börnum og farið er að þjálfa þætti tengda honum, því betur ætti lestrarnámið ganga.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this master´s thesis is twofold: first, to see how sight word reading develops in six to nine year old children and second, to make a new assessment tool (Sight word vocabulary test). A test that teachers can use to monitor the progress of their students reading ability with a simple and rapid manner in order to provide appropriate interventions. The assessment tool,
    titled Leið til læsis: Sjónrænn orðaforði (Route to literacy: Sight word vocabulary), has been developed in collaboration with Námsmatsstofnun (Educational Testing Institute). Standardized word reading tests have not been available in Iceland and therefore, a large part of the study has been to create an appropriate tool to make the standardization. The test is designed as a tool to assess the progress of students in 1st-4th grade over a certain period of time, with the aim to improve teaching methodology and literacy of students in general. Previous studies have shown that such tests are valuable indicators of students reading ability and provide a different
    approach of assessing literacy than traditional tests do. Traditional reading tests examine fluency, or how fast, accurate and automatic the student reads, but with word reading tests we gain information regarding which reading technique the student is using, whether it is sight word reading, guessing from context or if the reader needs to sound out the words. Reading single words is a very good measure of basic skills in reading. The test is designed as a follow-up test accompanying the screening test of
    reading titled Leið til Læsis: Lesskimun (Route to literacy: Screening test of reading) released by Námsmatsstofnun in the fall of 2010. Teachers can use the test Sight word vocabulary test to evaluate students periodically over the first years of school to see how they are progressing. The results give teachers the opportunity to work pro-actively to strengthen the reading skills of their students, both those who are well placed, and those who have difficulties. About 1500 students in 1st-4th grade in 18 schools all over Iceland took the Sight word vocabulary test. The main findings are that the data show very good harmony with the assessment of the word reading test and test of fluency. The correlation between reading speed and the number of errors made during the word reading test is strong and higher than the correlation between the number of errors at the fluency test. It is safe to argue that sight word vocabulary is one of the factors that need to be taken into consideration when teaching young children to read. The earlier the sight word vocabulary is assessed in children and they gain appropriate training,
    the better they will do in learning to read.

Samþykkt: 
  • 7.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Helga Gunnarsdóttir M.Ed ritgerð.pdf825.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna