is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10917

Titill: 
  • Skilningur er lokamarkmið þess sem les : námsefni í lesskilningi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á lesskilning og örðugleika á því sviði og settar eru fram tillögur um hvernig hægt er að auka lesskilning hjá unglingum með ákveðnum lesskilningsaðferðum. Gengið er út frá meginspurningunni: Hvernig má efla færni í lesskilningi, einkum hjá nemendum sem eiga við lesskilningsörðugleika að stríða?
    Fjallað er um lestur, lesskilning, lestrarörðugleika og sjónum aðallega beint að lesskilningsörðugleikum og þeim fjölmörgu undirþáttum sem hugsanlega hafa áhrif á lesskilning. Þetta eru þættirnir lestrarreynsla, umskráning, orðaforði, setningauppbygging, samhengi í texta, vinnsluminni, skammtímaminni, ályktunarhæfni og skilningsvakt. Rannsóknarvinnan fólst í að skoða erlendar rannsóknir sem fram hafa farið undanfarna áratugi á sviði lesskilnings og lesskilningsörðugleika. Einnig voru skoðaðar íslenskar rannsóknir um kennslu og mat á lesskilningi á Íslandi. Helstu niðurstöður eru þær að lesskilningsferlið er flókið og veikleikar í framantöldum undirþáttum geta haft áhrif á lesskilning. Íslenskir kennarar eru alltaf að verða meðvitaðri um mikilvægi lesskilnings, sérstaklega sem lýtur að bókmenntatexta, en ekki hefur náðst sams konar árangur er varðar upplýsingatexta. Gefið er stutt yfirlit yfir það námsefni sem tiltækt er til kennslu lesskilnings hjá íslenskum unglingum, en athygli vekur að námsefni sem tekur markvisst til flóknari lesskilningsþátta, s.s. ályktunarhæfni, er vandfundið.
    Loks er náms- og kennsluefni sem fjallar um aðferðir sem nota má til þess að æfa og auka lesskilning unglinga sett fram. Fjallað er um sex mismunandi raunprófaðar lesskilningsaðferðir, tilurð þeirra og notkun. Kennsluleiðbeiningar eru settar fram fyrir kennara og einfaldar vinnuleiðbeiningar fyrir nemendur. Kennsluefninu fylgja fjölbreyttir textar og verkefni ásamt verkefnablöðum. Kennsluefnið er einnig sett upp á vef til hægðarauka fyrir notendur. Með kennsluefninu er ætlunin að auka á fjölbreytni námsefnis í lesskilningi.

  • Útdráttur er á ensku

    The main object of this thesis is to analyze reading comprehension and difficulties in that area. It then presents several proposals on how to improve reading comprehension with teenagers. The main questions that form the basis of the thesis are: How can one increase students´ skills in reading comprehension, especially students who have deficits in reading comprehension? The thesis begins by analyses on reading, reading comprehension and reading comprehension difficulties. The main focus is on the underlying factors that can influence reading comprehension. These factors are reading experience, decoding, vocabulary, text structure, text integration, working memory, short time memory, inference and comprehension monitoring. Foreign and domestic researches on the matter are discussed
    with the main conclusion that the reading processes are complicated. Weakness in any of the underlying factors can influence reading comprehension. Icelandic teachers are becoming more and more aware of the importance of reading comprehension, especially in literature texts although the same can not be said about informative texts. A brief overview of the materials that Icelandic teachers can use to teach reading comprehension is presented. It is surprising that texts that relate to the students´ ability to make inferences and other such complex factors are hard to find. Material that uses six different ways to teach reading comprehension strategies is presented, with good instructions for both teachers and students. The material is also available on the Web. Hopefully, this material will help raise the level of teaching reading comprehension in Icelandic schools and give teachers the means to teach all aspects of reading comprehension.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 7.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loverkefniPDFSenda20111115.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna