is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10922

Titill: 
  • Rafrænt eftirlit sem afplánunarúrræði. Möguleikar þess við fullnustu dóma á Íslandi til lengri tíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands verður fjallað um rafrænt eftirlit með dómþolum. Reynt verður að varpa ljósi á kosti og galla rafræns eftirlits og þá möguleika sem notagildi úrræðisins gæti haft hér á landi til lengri tíma litið. Skoðaðar voru rannsóknir er gerðar hafa verið á rafrænu eftirliti og reynt verður að tengja niðurstöður þeirra við íslenskt umhverfi og staðla. Einnig verður fjallað um sögu og gagnsemi rafræns eftirlits í Bretlandi og Bandaríkjunum.
    Rafrænt eftirlit er afplánunarúrræði sem rutt hefur sér rúm víða um heim síðustu áratugi. Sá einfaldleiki sem felst í notkun eftirlitsins og sú hagkvæmni sem hægt er að ná fram með úrræðinu hefur gert rafrænt eftirlit að öflugu fullnustuúrræði innan refsikerfisins. Þá er viðhaldskostnaður ekki talinn mikill og dómþolar njóta nokkurs frelsis í afplánunni sem til lengri tíma gæti styrkt fjölskyldubönd þeirra og veitt þeim ákveðin mannréttindi. Ennfremur getur rafrænt eftirlit boðið dómþolum upp á skipulagða endurhæfingu með því að stuðla að atvinnuiðkun þeirra, skipulagðri meðferðarvinnu eða með öðrum leiðum sem Fangelsismálastofnun ákvarðar hverju sinni. Auðvelt er að afmarka þau svæði sem dómþoli má ekki nálgast og viðvaranir eru samstundis sendar til yfirvalda brjóti dómþoli þær reglur sem honum eru settar í upphafi. Sömuleiðis eru upplýsingar um allar ferðir einstaklinga undir eftirliti skráðar og vistaðar til lengri tíma. Þó mætti nefna að rannsóknir benda til þess að úrræðið gefur besta raun þegar það er notað á tiltekna hópa dómþola. Í þessari heimildarritgerð verður því einnig fjallað um þá kjörmarkhópa sem rafrænt eftirlit nær til.

Samþykkt: 
  • 9.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarni Freyr Borgarsson-BA ritgerð.pdf574.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna