is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1092

Titill: 
  • Sjónvarpsauglýsingar á Íslandi : samband auglýsingatekna sjónvarpsmiðla og almennra hagsveiflna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefninu var það að skoða auglýsingamarkaðinn hér á landi með sérstöku tilliti til sjónvarps. Ætlunin var að athuga hvort eitthvert samband væri milli auglýsingatekna sjónvarpsmiðlanna og almennra hagsveiflna. Til að bera þetta saman voru útbúnar samræmdar vísitölur fyrir þróun teknanna og hagtalna svo sem vergrar landsframleiðslu, einkaneyslu og atvinnuleysis.
    Auglýsingatekjur eru mjög mikilvægar fyrir sjónvarpsmiðla hér á Íslandi. Tekjurnar eru mismunandi mikilvægar eftir miðlum. Fyrir SkjáEinn eru þessar tekjur það sem skiptir öllu máli en flestar aðrar stöðvar hafa einnig áskriftargjöld sem tekjulind.
    Fylgnin milli tekna og áðurnefndra hagtalna var mismunandi eftir miðlum. Helstu niðurstöður voru þær að fylgni tekna Ríkissjónvarpsins var aðeins marktæk gagnvart einkaneyslu. Tekjur Stöðvar 2 höfðu marktæka fylgni gagnvart einkaneyslu og marktæka neikvæða fylgni gagnvart atvinnuleysi. Hjá SkjáEinum var marktæk fylgni hjá auglýsingatekjum gagnvart vergri landsframleiðslu og einnig jákvæð fylgni, sem kom á óvart, gagnvart atvinnuleysi, þ.e. aukið atvinnuleysi, hærri tekjur. Fylgni milli tekna Sýnar var ekki marktæk gagnvart áðurnefndum hagtölum. Næmni einkastöðvanna virðist meiri gagnvart hagsveiflum en Ríkissjónvarpsins og SkjárEinn hefur verulega sérstöðu gagnvart hinum stöðvunum í þessu efni.
    Staða SkjásEins á íslenskum auglýsingamarkaði er mjög sterk og hefur verið að styrkjast undanfarin ár einna helst á kostnað Stöðvar 2 og Sýnar. Staða Ríkissjónvarpsins hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist innkoma SkjásEins ekki hafa haft mikil áhrif á stöðu þess á íslenskum auglýsingamarkaði.
    Athugun af þessu tagi hefur ekki farið fram áður hér á Íslandi og þessi athugun getur ekki með fullri vissu svarað því hvernig sambandið sé á milli auglýsingatekna og almennra hagsveiflna.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjonvarpsauglys.pdf449.87 kBOpinnSjónvarpsauglýsingar á Íslandi - heildPDFSkoða/Opna