is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10932

Titill: 
  • "Ekki eins og tímar þar sem kennarinn er æðri" : þróunarverkefni um samstarf skóla og félagsmiðstöðvar í lífsleiknikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi fjallar um þróunarverkefni sem byggðist á samstarfi skóla og félagsmiðstöðvar um kennslu lífsleikni á unglingastigi grunnskóla. Verkefnið var unnið veturinn 2010 til 2011.
    Markmið verkefnisins var að kanna hvort og þá hvernig skóli og félagsmiðstöð geti átt samstarf um lífsleiknikennslu og athuga hvað nemendum sjálfum finnst um slíkt samstarf. Höfundur ritgerðarinnar kom til starfa í skólastofnun sem starfsmaður í félagsmiðstöð hverfisins og kenndi unglingum í 10. bekk lífsleikni einn vetur. Að mörgu er að hyggja þegar farið er út í slíkt samstarf. Í ritgerðinni er verkefninu lýst ásamt tilgangi þess og markmiðum, hugmyndafræðinni sem það er byggt á, framkvæmd og framvindu.
    Afurðin úr verkefninu er líkan um lífsleiknikennslu þar sem gengið er út frá ofangreindu samstarfi. Líkanið miðast við kennslu í einum landshluta eða borgarhluta í eitt skólaár og er kennsluáætlun sett upp fyrir nemendur í 10. bekk. Líkanið tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla og í kennslunni er unnið með þrjú þemu; „ég“ – „ég og aðrir“ – „ég og samfélagið“. Markmið kennslunnar var að efla færni nemenda á öllum þessum sviðum.
    Niðurstöður úr eigindlegu mati á gögnum sem safnað var á meðan á verkefninu stóð leiða í ljós þrjú atriði sem mikilvægt er að hafa í huga; tengsl við nemendur, sveigjanleika og tengsl við umsjónarkennara nemendanna. Niðurstöður úr megindlegri spurningakönnun benda til þess að stórum hluta þátttakenda hafi þótt það jákvæð upplifun að lífsleiknikennarinn kæmi úr félagsmiðstöðinni þeirra. Þá hafi nemendurnir verið ánægðir með lífsleikninámið í 10. bekk miðað við fyrra nám í lífsleikni. Ýmsar ástæður virðast vera fyrir þessu en margir nefndu persónulegri tengsl og traust til kennara. Nýlegar íslenskar rannsóknir á meðal kennara hafa sýnt fram á að lífsleiknikennari þarf að búa yfir mörgum kostum og svo virðist sem nemendur tengi upplifun sína að miklu leyti við kennarann.
    Undanfarin ár virðist áhugi fræðasamfélagsins á lífsleikni sem námsgrein hafa aukist. Hins vegar virðist þróunarvinna sem tengist námsgreininni ekki hafa fylgt þeim áhuga og rannsóknum nægilega eftir og var megintilgangur þessa verkefnis framlag til þeirrar vinnu.

  • Útdráttur er á ensku

    This M.Ed. thesis centres around a developmental project in the year 2010-2011. The aim of the project was to make a project plan where two organizations, a school and a youth club, join hands in teaching life skills education to teenagers.
    The project’s aim was to see if and how such a collaborative method would be possible and to see how the students themselves feel about it. The author took the role of the life skills teacher to 15 year old students but was at the same time a leisure consultant in a popular after school program at their school. When a project like this is tested there are a lot of different aspects to think about. In this thesis the project is described with its aim and goals, theoretical background, implementation and progress. Quantitative research was also conducted between the participants in the program.
    The real outcome of the project is a well reviewed project plan which is based on a collaboration of this sort. The project plan follows the goals of the national curriculum of Iceland (aðalnámskrá grunnskóla) and has three themes, I – I and others – I and the society. The program should empower students in all these fields.
    The outcomes of the research shows that the majority of the participants were happy with knowing their life skills teacher from the after school program. They also seem to be happy with the life skills program this year, compared to previous learning in life skills. They give various reasons for this but one of them is more personal bonding experience and trust towards the teacher. Recent studies amongst teachers in Iceland, have showed that a life skills educator needs a lot of good qualities because the students connect their experience of the program to the teacher.
    For the last years there seems to be more interest in life skills in the academic community. On the other hand there has not been sufficient development work to follow this interest. This thesis is an attempt to add something to that field.

Samþykkt: 
  • 14.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. verkefni - Jóna Svandís Þorvaldsdóttir.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna