ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10943

Titill

Breyttar áherslur í Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði : hafa áherslur í stærðfræðikennslu breyst?

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed-prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Leitast er við að greina viðhorf og hugmyndir starfandi kennara, með mislanga starfsreynslu, til breyttra áherslna á Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði. Byrjað er á því að ræða um hugmyndir og kenningar fræðimanna um stærðfræðinám og –kennslu. Þær kenningar sem hér ræðir eru meðal annars hugmyndir Freudenthal, kenning Vygotsky um hinn félagsmenningarlega skóla, hugsmíðihyggjan og hugmynd Brousseau um kennslusamning. Næst er farið yfir breytingar á Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði frá árunum 1989, 1999 og 2007 og rætt um helstu námsgögn í stærðfræði á þessum árum. Í lok fræðilegrar umfjöllunar er farið yfir möguleg tengsl milli umræddra kenninga og hugmynda um stærðfræðinám og –kennslu og uppbyggingar námskrárinnar en einnig eru skoðuð tengsl námskrár og námsgagna. Tekin voru viðtöl við tvo stærðfræðikennara á unglingastigi til að fá aukna innsýn í viðhorf og hugmyndir starfandi kennara á stærðfræðinám og –kennslu. Ekki er um samanburðarrannsókn að ræða þannig að svör þátttakenda eru ekki borin saman heldur eru hugmyndir þeirra bornar saman við fræðilega umfjöllun. Hvor þátttakandi fyrir sig leit jákvæðum augum á breyttar áherslur í námskrá og telur mikilvægt að kennari sé sveigjanlegur og beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum til að geta komið til móts við þarfir nemenda sinna.

Athugasemdir

Lokaverkefni til B.Ed.-prófs

Samþykkt
16.3.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Andrea Helga Sigur... .pdf591KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna