is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10951

Titill: 
  • Hvað geri ég nú? Rannsókn á verklagsreglum um tilkynningarskyldu starfsmanna leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í barnaverndarlögum er kveðið á um þá skyldu manna að tilkynna barnaverndarnefnd ef þeir verða þess vísir að barn búi við óviðunandi aðstæður, verði fyrir ofbeldi eða heilsa þess og þroski sé í hættu. Enn fremur er kveðið á um í lögunum að hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfs vegna hefur afskipti af málefnum barna sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar verði þeir þess vísir að barn búi við óviðunandi aðstæður, verði fyrir ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Því ber starfsmönnum leikskóla skylda til að tilkynna vakni hjá þeim grunur. Fjöldi tilkynninga frá leikskólum er ekki mikill og er einungis lítið brot af þeim heildarfjölda tilkynninga sem berast til barnaverndarnefnda á landsvísu.
    Í rannsókn þessari er kannað hvort verklagsreglur um tilkynningarskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda frá 18. desember 2006 hafi breytt viðhorfi starfsmanna leikskóla til tilkynningarskyldunnar. Einnig er þekking og reynsla starfsmanna af verklagsreglunum skoðaðar. Í reglunum er kveðið á um að stofnanirnar setji sér sínar eigin verklagsreglur varðandi tilkynningarskylduna. Í rannsókninni er því einnig kannað hvort leikskólarnir hafi sett sér sínar eigin reglur. Til að leita svara við þessum spurningum var notast við megindlega aðferðafræði. Spurningarlisti var lagður fyrir í sex leikskólum á þremur mismunandi stöðum á landinu hjá tveimur leikskólum á hverjum stað. Alls tóku 78 starfsmenn þátt í rannsókninni og var svarhlutfall 67%. Niðurstöður sýna að verklagsreglurnar hafa ekki breytt viðhorfi starfsmanna leikskóla til tilkynningarskyldunnar. Einnig kom í ljós að tilkynningarskyldan hafi ekki vafist fyrir stórum hluta starfsmanna. Þekking starfsmanna á verklagsreglunum og reynsla þeirra af notkun þeirra var misjöfn. Rúmlega helmingur starfsmanna þekktu til reglnanna og tæplega helmingur þeirra sem höfðu tilkynnt bæði fyrir og eftir tilkomu verklagsreglnanna nýttu sér reglurnar og fannst það betra. Það virðist vera að starfsmenn nýti sér verklagsreglurnar ekki sem skyldi. Enginn af leikskólunum sex hafði sett upp ákveðnar verklagsreglur. Einn leikskólinn kvaðst þó vera með reglur í vinnslu.

Samþykkt: 
  • 19.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvadgeriegnu_lokaskjal.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna