is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10966

Titill: 
  • Stéttarfélög og skyldur þeirra gagnvart félagsmönnum
  • Titill er á ensku Unions and their obligation towards union members
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er stéttarfélög og skyldur þeirra gagnvart félagsmönnum. Fyrst verður farið yfir helstu skilgreiningar og atriði sem nauðsynlegt þykir að skýra áður en komið verður að meginefninu. Meðal annars verður skoðað hvað stéttarfélög eru, vernd þeirra og aðild að þeim. Þá verður fjallað um hlutverk stéttarfélaga og skyldur þeirra. Það er fyrst og fremst skylda stéttarfélaga að standa vörð um réttindi launafólks og gæta hagsmuna þeirra. Til samanburðar við það sem fjallað verður um í ritgerðinni verður hlutverk og skyldur stéttarfélagsins VR samkvæmt félagslögum skoðað. Markmið höfundar er að komast að því hverjar skyldur stéttarfélaga eru gagnvart félagsmönnum með hliðsjón af vinnulögunum, stjórnarskrá og félagslögum. Að lokum verða dregnar saman helstu niðurstöður höfunda. Niðurstaðan er helst að ásamt því að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna hafa stéttarfélög skyldur á sviði jafnréttismála. Réttindi sem stéttarfélög skulu standa vörð um eru; réttur til að vinna eftir þeim kjörum sem félagið semur um, málfrelsi, tillögu- og atkvæðisréttur, kjörgengi, réttur til styrkja úr sjóðum félagsins og réttur til aðstoðar. Einnig virðist að stéttarfélög stuðli að auknum lífsgæðum og séu meiri lífsgæðafélög frekar en hefðbundin stéttarfélög.

Samþykkt: 
  • 22.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_lokaskjal_Elín Dögg Ómarsdóttir.pdf929.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna