is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10968

Titill: 
  • Af lögfestingu kynjakvóta : samræming 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og mannréttindaákvæða 65. gr. og 72. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands
  • Titill er á ensku Legislation gender quotas – how legal provisions of gender quotas coordinate with legal provisions of human rights according to the Constitution of Iceland.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvernig ákvæði 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, um kynjakvóta í stjórnir hlutafélaga, samræmist ákvæðum jafnræðisreglu 65. gr. og eignaréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn (kaflar 2 -5) fjallar um jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og jafnrétti kynjanna. Þar verður farið yfir inngrip jafnræðisreglna og gert grein fyrir gildissviði jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Upphaf og þróun jafnréttislöggjafar á Íslandi verður rakin og gert verður grein fyrir hugtökunun sértækar aðgerðir og jákvæð mismunun. Jafnrétti kynjanna verður einnig skoðað út frá Evrópurétti og stefnumarkandi dómar Evrópudómstólsins á túlkun jafnréttishugtaka reifaðir. Fyrri hluta ritgerðarinnar lýkur svo með umfjöllun um kynjakvóta. Farið verður yfir fyrirmynd ákvæðis hlutafélagalaga um kynjakvóta og hvernig ákvæðið varð að lögum á Íslandi. Þá verður reifaður ferill stóra kynjakvótamálsins, eins og það hefur verið kallað á Alþingi. Að lokum verður fjallað um túlkun EFTA-dómstólsins á lagaákvæðum um kynjakvóta.
    Seinni hluti ritgerðarinnar (kafli 6) fjallar um friðhelgi eignarréttar sem varinn er af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Til að varpa ljósi á inntak og gildissvið eignarréttarákvæðisins verður gert grein fyrir eignarréttarhugtakinu og takmörkunum eignarréttarins, þ.e. þau skilyrði sem sett eru fyrir eignarnámi. Að lokum verður gert grein fyrir eignarréttarákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og það borið saman við stjórnarskrárákvæðið.

Samþykkt: 
  • 22.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð2011_HafdísNíelsdóttir.pdf784.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna