ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10973

Titlar
  • Á samkomulag um sameiginlega forsjá að hafa áhrif á meðlagsgreiðslur, þegar um jafna búsetu er að ræða?

  • en

    The agreement on joint custody affects child support payment, when the case is equal residence

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Með þessari ritgerð er ætlun höfundar að skoða hvort samkomulag um sameiginlega forsjá eigi að hafa áhrif á meðlagsgreiðslur og þá sérstaklega þegar um jafna búsetu er að ræða. Það er grundvallarsjónarmið í barnarétti að leggja beri áherslu á að rækta tilfinningatengsl barns og foreldra og að barn hafi þörf fyrir að hafa samneyti við báða foreldra sína, enda þótt þeir búi ekki saman, og jafnframt er lögð mikil áhersla á framfærsluskyldu beggja foreldra. Eftir að sameiginleg forsjá var gerð að meginreglu var stórt skref stigið fyrir barn og foreldra til að viðhalda tengslum eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra. Í upphafi þessarar ritgerðar verða skoðuð hugtök eins og forsjá, umgengni, framfærsla og meðlagskylda og gerð grein fyrir réttindum barns og foreldrum þess. Viðfangsefni barnaréttar eru kynnt, helstu lög sem snúa að málefnum barna eins og t.d. barnalög og barnaverndarlög. Einnig er gerður samanburður á Norðurlöndum varðandi umgengni og tölfræðilegar upplýsingar um þróun á sameiginlegri forsjá hér á landi kynntar. Nokkrir Hæstaréttadómar og héraðsdómar eru reifaðir með tilliti til efni ritgerðarinnar. Jafnframt verða skoðuð þau frumvörp sem lögð hafa verið fram á síðustu árum með breytingum á barnalögum, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi.

Samþykkt
22.3.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Svandis_Edda_bs_ri... .pdf718KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna