ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10984

Titlar
  • Undantekningarástand og flóttamenn í heimspeki Agambens

  • en

    Refugees and state of exception in the philosophy of Giorgio Agamben

Leiðbeinandi
Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð verða kenningar heimspekingsins Giorgio Agambens skoðaðar með hugtakið undantekningarástand í forgrunni. Undantekningarástandið er í hnotskurn sú staða sem kemur upp þegar stjórnvöld fullvalda ríkis hverfa frá gildandi lögum og réttlæta það með æðri hagsmunum. Meintir hagsmunir heildarinnar eru þá látnir réttlæta ómannúðlega meðferð á einstaklingum. Helstu niðurstöður Agamben eru þær að undantekningarástandið einkenni stjórnmál nú á dögum og það komi í veg fyrir að réttarríkið geti þrifist. En hvernig kemst Agamben að svo róttækri niðurstöðu? Hver er vandinn sem stuðlar að undantekningarástandinu og viðheldur því? Í undantekningarástandi á sér stað mikil umbreyting á lífi einstaklinga sem eru útilokaðir af stjórnvöldum og njóta ekki verndar laganna. Til þess að skýra breytinguna vísar Agamben í Rómarrétt og endurvekur homo sacer, skilgreiningu á manni sem er dauður í augum stjórnvalda þótt hann sé á lífi. Til þess að skilgreina stöðu homo sacer og útskýra tengsl hans við stjórnvöld bendir Agamben á ýmis dæmi, svo sem flóttamenn og fanga í útrýmingarbúðum nasista. Einnig skoðar hann rætur þessa vandamáls sem hann segir þekkt allt frá dögum Forngrikkja enda stafi það af formgerð vestrænnar stjórnskipunar. Markmiðið í þessari ritgerð er að lýsa homo sacer með dæmi flóttamannsins og skoða hvaða ljósi það getur varpað á vandamál samtímastjórnmála og framtíð þeirra. Lagt verður mat á hugmyndir Agamben og hvort hugtakið homo sacer sé hjálplegt til lausnar á vandamálum flóttamannsins.

Samþykkt
28.3.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Jón_Ragnar_Ragn... .pdf538KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna