is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10985

Titill: 
  • Grikkland og evrusamstarfið : hvaða afleiðingar hefðu gjaldmiðlaskipti í Grikklandi á atvinnulíf og skuldastöðu þar í landi?
  • Titill er á ensku Greece and the Euro
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undaförnum mánuðum hefur efnahagsvandi Grikklands verið í umræðunni og var það kveikjan að þessari ritgerð. Leitast var við að svara spurningunni hvaða afleiðingar hefðu gjaldmiðlaskipti í Grikklandi á atvinnulíf og skuldastöðu þar í landi? Til þess að svara þessari spurningu voru ýmist notaðar ritaðar heimildir, þá bæði fræðirit og blaðagreinar, en einnig var notast við töluleg gögn frá OECD og Alþjóðabankanum.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að atvinnuleysishorfur í Grikklandi munu fara batnandi þar sem nýr gjaldmiðill mun að öllum líkundum vera veikur á móti öðrum gjaldmiðlum, sem gæti blásið lífi í atvinnumál í Grikklandi. Ferðamannaiðnaður mun vaxa þar sem ferðamenn sækjast að jafnaði meira í ferðalög til landa með veikari gjaldmiðil. Útflutningsgreinar munu einnig eiga möguleika á að stækka þar sem landið verður samkeppnishæfara til útflutnings þegar framleiðsla verður ódýrari í landinu.
    Skuldavandi Grikklands mun fylgja þeim hvort sem þeir eru í Evrópusambandinu eður ei. Þá er það einnig ljóst að Grikkland mun ekki geta staðið undir sínum skuldum óbreyttum, lánardrottnar þurfa að taka á sig töluverðar afskriftir ef landið á að geta staðið undir skuldum. Með nýjum gjaldmiðli, sem mun að öllum líkindum falla í verði og vera ódýrari en evran, koma skuldir Grikklands til með að vaxa. Aftur á móti ef skuldir Grikklands væru færðar yfir í nýjan gjaldmiðil væri möguleiki fyrir Grikki að borga skuldir sínar til baka.

Samþykkt: 
  • 28.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A_HJB_prentun.pdf666.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna