is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10997

Titill: 
  • Nýting aukaafurða um borð í vinnsluskipum
  • Titill er á ensku Utilization of by-products onboard factory vessels
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýting fiskafurða hefur batnað talsvert á undanförnum árum, sá hluti fisksins sem áður taldist til úrgangs kallast nú aukahráefni eða aukaafurðir. Árið 1993 var einungis unnið úr 1.663 tonnum af aukaafurðum en árið 2010 var magnið komið í 47.000 tonn. Stærsti hluti aukaafurða sem nýttur er til vinnslu er afskurður en vinnsla á afskurði hefur aukist mikið á undanförnum árum. Hausar, hrogn og lifur koma þar á eftir en vinnsla á þeim hefur einnig aukist mikið. Afskurður og hausar
    telja 80% af aukaafurðum.
    Útflutningsverðmæti hausa hefur aukist mikið. Valið var að einblína á mögulega og raunverulega nýtingu hausa um borð í fullvinnsluskipum. Einnig voru gerðir útreikningar á mögulegri nýtingu hryggja og gella um borð í fullvinnsluskipum.
    Nýlega var sett reglugerð á Íslandi sem skyldar öll frystiskip til þess að hirða alla hausa, lifur og hrogn. Mun þessi reglugerð hafa mikil áhrif á útgerðir en líklegt er að margar útgerðir neyðist til þess að leggja í breytingar og endurbætur á frystiskipum sínum til þess að hægt sé að mæta reglugerðinni. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að mikil verðmæti leynast í aukaafurðum sem frystitogarar fleygja. Mögulegt aukið verðmæti ef öll frystiskip koma á land með alla þorskhausa var tæplega 549 milljónir fiskveiðiárið 2009/2010 og rúmlega 493 milljónir fiskveiðiárið 2010/2011. Mögulegt aukið verðmæti ef öll frystiskip kæmu á land með alla ýsu- og ufsahausa hefði verið 676 milljónir fiskveiðiárið 2009/2010 og rúmlega 382 milljónir fiskveiðiárið 2010/2011.
    Ljóst er því að ef öll íslensku frystiskipin hefðu komið á land með alla fiskihausa hefði mögulegt aukið verðmæti fiskveiðiárið 2009/2010 verið 1,2 milljarður. Fiskveiðiárið 2010/2011 hefði
    möguleg verðmætaaukning verið 876 milljónir. Hægt er að skýra þennan mun meðal annars á minna aflamarki.

Samþykkt: 
  • 2.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýting aukaafurða um borð í vinnsluskipum.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna