ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11011

Titill

Heimildir í íslenskri stjórnskipun til framsals ríkisvalds til alþjóðastofnana. Þróun EES-samningsins í átt að frekara framsali?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) er viðamesti alþjóðasamningur sem Ísland hefur gert og hefur hann haft mjög mikilvæg áhrif á þróun Íslands í alþjóðasamfélagi. EES-samningurinn er dýnamískur í þeim skilningi að hann er síbreytilegur og tekur breytingum í takt við þróun mála á sviði innri markaðarins.
Í aðdraganda samningsins vöknuðu ýmis álitaefni um stjórnskipulegt gildi hans, meðal annars hvort fullgilding og lögleiðing hans væri heimil að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 óbreyttri. Var því hafist handa við að kanna hvort það framsal ríkisvalds sem fælist í samningnum væri stjórnskipulega heimilt. Um það voru mjög skiptar skoðanir, og eru enn.
Í ritgerð þessari er leitast við að svara þeirri spurningu hvort gengið hafi verið of langt í framsali á ríkisvaldi þegar samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði var lögfestur hér á landi, og hvort þróun samningsins síðan þá standist íslensk stjórnskipunarlög.

Samþykkt
12.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þróun EES-samnings... .pdf390KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna