ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11017

Titill

Sérfræðiábyrgð rafvirkja með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í máli nr. 227/2011

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Á sérfræðingum hvíla ekki einungis lagalegar og faglegar skyldur heldur einnig siðferðilegar, um aðgæslu og vandvirk vinnubrögð. Sérfræðingar eru í betri stöðu en leikmenn til að gera sér grein fyrir afleiðingum af mistökum í starfi og tjóni er getur hlotist af því. Rafmagn og rafstraumar geta verið gríðarlega hættuleg og því mikilvægt að rafvirkjar og þeir sem starfa með rafmagn hagi vinnu sinni á þann veg að engin tjón hljótist af.
Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er fjallað um það réttarsvið er nefnt hefur verið sérfræðiábyrgð. Skilyrði til þess að hún eigi við eru skoðuð og einnig sönnunarreglurnar, sem eru heldur afbrigðilegar samanborið við þær er gilda almennt í skaðabótarétti.
Því næst er fjallað um rafvirkja og því velt upp hvort rafvirkjar standist þau skilyrði sem gerð eru fyrir að sérfræðiábyrgð eigi við. Skoðaðar eru helstu lög og reglur er gilda um rafvirkja, hvernig rafvirkjar öðlast löggildingu og að lokum dregin ályktun um hvort rafvirkjar geti borið sérfræðiábyrgð á verkum sínum.
Í kafla 4 er svo dómur Hæstaréttar frá 8. desember 2011, í máli nr. 227/2011 skoðaður ítarlega í ljósi sérfræðiábyrgðar. Álitaefnið var um hvort rafverktaki er tengdi rafmagn í íbúð bæri skaðabótaábyrgð á tjóni konu er varð fyrir rafstraumi í sturtu. Að lokum er svo farið er yfir röksemdir beggja dómstiga sérstaklega varðandi það sem skrifað hefur verið um sérfræðiábyrgð í fræðiskrifum og hvernig það fellur að dóminum.
Að endingu er í niðurstöðukaflanum farið yfir umfjöllunarefni ritgerðarinnar og dregin saman ályktun af dómi Hæstaréttar í máli nr. 227/2011 og nálgun dómsins á reglum um sérfræðiábyrgð.

Samþykkt
12.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Edda María Ritgerð.pdf333KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna