is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11019

Titill: 
  • Jafnræðisreglan undir rekstri einkamáls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður lögð áhersla á jafnræðisregluna eins og hún birtist undir rekstri einkamáls. Meginreglan er sú að aðilar eiga að vera sem jafnast settir við meðferð einkamála. Það eru réttindi hvers og eins að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við meðferð dómsmáls sem þeir eru aðilar að. Þessi meginregla birtist í nokkrum ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (hér eftir skammstöfuð eml.). Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir hvar í lögum um meðferð einkamála reglan birtist og einnig hvernig henni er beitt í framkvæmd við meðferð einkamála fyrir dómstólum. Eru einhverjar takmarkanir á þessari meginreglu eða gildir hún ávallt fortakslaust? Hver á að gæta að því að þessi regla sé höfð að leiðarljósi?
    Ritgerðin er þannig upp byggð að í öðrum kafla er fjallað almennt um meginreglur, flokkun þeirra og hvaða þýðingu kenningar um meginreglur einkamálaréttarfars hafa í réttarframkvæmd. Í þriðja kafla er farið nokkrum orðum um tengsl jafnræðisreglunnar við málsforræðisregluna, sem er ein af meginreglum einkamálaréttarfars. Í fjórða kafla er gert grein fyrir jafnræðisreglunni. Þar er fjallað örstutt um hina almennu jafnræðisreglu sem er að finna í 65. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir skammstöfuð stjskr.). Þá er gerð grein fyrir jafnræðisreglunni í einkamálaréttarfari og tengslum hennar við 1. mgr. 70. gr. stjskr., sbr. 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var á Íslandi með lögum nr. 62/1994 (hér eftir skammstafaður MSE) og hvernig jafnræðisreglan birtist í fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði. Í fimmta kafla er að lokum fjallað um jafnræðisregluna undir rekstri einkamáls. Þannig er fjallað um hvaða réttindi aðila eru vernduð af jafnræðisreglunni og hvar þessi réttindi eru tryggð í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Samþykkt: 
  • 12.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiður Lilja Sigurðardóttir.pdf287.91 kBLokaður til...02.04.2030HeildartextiPDF