ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11022

Titill

Endurskoðunarvald dómstóla á skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár um almenningsþörf. Ásamt sérstakri umfjöllun um innlausnarrétt lax- og silungsveiðilaga

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjskr.) er eignarréttur lýstur friðhelgur. Í ákvæðinu er ennfremur mælt fyrir um, að engan megi svipta eign sinni nema almenningsþörf krefji. Verður eignarsvipting að byggja á lagaheimild og fullt verð að koma fyrir hin eignarnumdu gæði. Skilyrði stjórnarskrár um almenningsþörf er matskennt og byggir um margt á pólitískri stefnumörkun löggjafans. Það krefst því hlutbundinnar túlkunar, sem eðli máls samkvæmt, er breytileg eftir stað og tíma. Í framkvæmd hefur ríkt ákveðin óvissa um það hvort, og þá að hvaða marki, dómstólar geti endurskoðað mat löggjafans og stjórnvalda á því hvort að almenningsþörf standi til eignarnáms, en það er mat höfundar að mikilvægt sé dómstólar geti tekið sér slíkt vald við ákveðnar aðstæður.
Með hliðsjón af skilyrðinu um almenningsþörf verður litið til þess, hvort réttur sá sem 72. gr. stjskr. er ætlað að standa vörð um, sé nægilega tryggður í ljósi þess hvernig framkvæmd eignarnáms er háttað. Í framhaldi af því verður skoðað, hvort endurskoðunarvald dómstóla sé nauðsynlegt með tilliti til réttaröryggis, einkum og sér í lagi í þeim tilvikum þegar almenningsþörf er ranglega metin. Þá verður fjallað um hvernig einstök ákvæði almennra laga, sem mæla fyrir um eignarnám, þurfa að vera úr garði gerð, svo þau standist skilyrði stjórnarskrár. Verður það gert með hliðsjón af meintri eignarnámsheimild 10. gr. lax- og silungsveiðilaga nr. 61/2006. Þau sjónarmið sem liggja til grundvallar þeirri umfjöllun eru þau sjónarmið sem höfundur telur nauðsynlegt að tekin séu til skoðunar þegar eignarnámsheimildir eru metnar, með tilliti til þeirra skilyrða sem stjórnarskrá setur fyrir eignarnámi.

Samþykkt
12.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Alexandra Jóhannd... .pdf347KBLæst til  1.4.2132 Heildartexti PDF