ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11035

Titill

Skaðabótaábyrgð tollmiðlara vegna endurákvörðunar aðflutningsgjalda

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Tollmiðlarar eru starfsstétt sem ekkert hefur verið skrifað um í íslenskum rétti. Þeir hafa þó sérstaka stöðu og hafa meðal annars leyfi til að tollafgreiða vörur fyrir hönd inn – og útflytjenda. Sú vinna getur þó leitt til tjóns fyrir innflytjanda vöru þegar tollyfirvöld beita heimildum sínum til endurákvörðunar aðflutningsgjalda. Við mat á bótaábyrgð í slíkum tilvikum ber að skoða á grundvelli þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir í tollalögum hvort beitt sé hinum stranga mælikvarða sérfræðiábyrgðar. Fyrst þarf að skoða hvort tollmiðlarar falli undir hugtakið sérfræðingar og beri á þeim grunni stranga sakarábyrgð. Þeir bera þó aðeins nokkur þeirra einkenna sem fræðimenn hafa talið eiga við um sérfræðinga. Þrátt fyrir það má ætla að þeir teljist á sviði tollaréttar vera með viðamestu þekkinguna og því sé nærtækt að telja þá sérfræðinga. Næst þarf svo að meta hvaða kröfur er unnt að gera til tollmiðlara við gerð aðflutningsskýrslna. Sú ábyrgð sem tollmiðlarar bera við gerð skýrslnanna grundvallast á sérfræðiábyrgð og eru því miklar kröfur gerðar til þeirra við gerð skýrslnanna, þ.e. rík krafa um vandvirkni og aðgæslu. Við mat á störfum tollmiðlara og hugsanlegri bótaábyrgð þeirra ber því að beita ströngu sakarmati ásamt því að slaka á kröfum til tjónþola að sýna fram á orsakatengsl milli saknæmrar háttsemi tollmiðlara og tjóns.

Samþykkt
13.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Björg Ásta Þórðard... .pdf290KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna