is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11042

Titill: 
  • Umfjöllun um lög nr. 125/2008 og Hrd. nr. 340/2011 í tengslum við afturvirkni laga. Fylgdi Hæstiréttur fyrri fordæmum sínum við mat á afturvirkni laga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í október árið 2008 átti sér stað efnahagsáfall á Íslandi sem leiddi til hruns þriggja stærstu viðskiptabanka landsins. Áhlaup blasti við bankakerfinu og hætta var á því að greiðslukerfi landsins yrðu óvirk. Það var í miðjum hildarleiknum, þann 6. október 2008, að á Alþingi voru sett lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. nr. 125/2008, svonefnd neyðarlög (skammstöfuð neyðl.), sem höfðu það að markmiði að veita stjórnvöldum víðtækar heimildir til þess að bregðast við þeirri stöðu sem komin var upp í fjármálakerfi landsins. Með 6. gr. neyðl. voru kröfur vegna innstæðna teknar fram fyrir aðrar almennar kröfur í bú fjármálafyrirtækja og gerðar að forgangskröfum sem njóta rétthæðar samkvæmt 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 (skammstöfuð gþl.). Með þessari aðgerð tryggði ríkisvaldið innstæður á bankareikningum á kostnað annarra almennra kröfuhafa. Það er verkefni þessarar ritgerðar að kanna hvort setning 6. gr. neyðl. hafi falið í sér afturvirka lagasetningu. Einnig verður tekin til skoðunar túlkun meirihluta og minnihluta Hæstaréttar á lagagreininni samkvæmt hinum svokallaða neyðarlagadómi, þ.e. Hrd. 28. október 2011(340/2011) og niðurstaða Hæstaréttar svo borin saman við fyrri fordæmi réttarins.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í kafla 2 verður farið yfir einkenni afturvirkra laga og slík löggjöf skoðuð í tengslum við vernd eignarréttinda. Í kafla 3 verður fjallað um aðdraganda og setningu neyðarlaganna nr. 125/2008. Í kafla 4 er niðurstaða meirihluta og minnihluta Hæstaréttar í máli nr. 340/2011 rakin og greind. Í kafla 5 er umfjöllun um fyrri fordæmi Hæstaréttar varðandi afturvirkni laga. Í kafla 6 eru fyrri fordæmi Hæstaréttar borin saman við neyðarlagadóminn og í kafla 7 eru niðurstöður ritgerðarinnar raktar.

Samþykkt: 
  • 14.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri M Stephensen11apríl.pdf188.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna