ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11051

Titill

Meginreglur einkamálaréttarfars með áherslu á regluna um málsforræði

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Einkamál eiga það sameiginlegt að þar er ágreiningur um hagsmuni, sem aðilar geta ráðstafað með samningum á milli sín. Í einkamálum er sönnunarbyrðin er skipt milli aðila þótt oftast hvíli ríkari sönnunarbyrði á stefnanda máls, aðilar verða að afla gagna sjálfir og þeir hafa fullt forræði á sakarefni. Þessi sérstaða einkamála, veldur því að ekki gilda að öllu leyti sömu meginreglur og um sakamál. . Hvergi er skilgreint í lögum hvaða mál eru einkamál. Oftast er því notast við neikvæða skilgreiningu þannig að einkamál eru þau mál sem eru ekki sakamál. Í sakamálum fer framkvæmdarvaldið með sóknina, enda hvílir sönnunarbyrði á þeim og í sakamálum hefur sökunautur ekki forræði á sakarefni. Reglur um meðferð einkamála eru í lögum nr. 91/1991 (hér eftir skamstöfuð EML).
Hér á eftir verður stiklað á stóru um nokkrar meginreglur í einkamálaréttarfari. Flestar gilda þessar reglur einnig um sakamálaréttarfar þó ekki allar. Fjallað verður um meginregluna málsforræði, sem er ein af megineinkennum íslensks einkamálaréttarfars í sérkafla. Verður sú umfjöllun þungamiðja þessarar ritgerðar einnig verður skoðuð dómaframkvæmd Hæstaréttar með tilliti til undantekninga frá meginreglunni um málsforræði.

Samþykkt
16.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-forsíða.pdf31,4KBLæst til  13.4.2020 Forsíða PDF  
BA-verkefni.pdf381KBLæst til  13.4.2020 Meginmál PDF