is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11063

Titill: 
  • Titill er á ensku The acute phase response of Atlantic cod (Gadus morhua L.): Humoral response and changes in the gene expression of immune related genes
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Atlandshafsþorskur er efnahagslega mikilvægur fiskur og með minnkun stofnsins síðastliðna áratugi hefur áhugi á þorskeldi aukist hjá þjóðum kringum Norður-Atlandshafið. Í þorskeldi lifa aðeins 10-40% seiðanna af fyrstu 14 vikurnar. Margar ástæður eru fyrir lágri lifun hjá lirfunum, ein ástæðan eru sýkingar. Þess vegna eru rannsóknir á ónæmiskerfi og ónæmisvörnum þorsks mikilvægar.
    Bráðasvar er svar líkamans við áverkum, meiðslum og sýkingum. Það felur í sér seyti bráðapróteina eins og pentraxína, ensímtálma, járnbindi- og komplement þátta. Tvær aðal gerðir pentraxína eru Serum amyloid P (SAP) og C-reactive prótín (CRP). Aðal munur milli þessara tveggja prótína er að CRP efur kalsíum háða sækni í fosfórkólín en SAP ekki.
    Í þorski hefur tveimur gerðum af CRP pentraxínum verðið lýst, CRP-PI og CRP-PII. N-enda amínósýru raðgreining hefur sýnt að CRP-PI er líkara SAP en CRP og að CRP-PII samsvarar CRP hjá öðrum fisktegundum en sýnir mikinn breytileika í gerð á milli einstaklinga. Rannsóknir á hlutverki pentraxína í bráðasvari hjá fiskum eru ennþá fáar.
    Bráðasvar var framkallað í þorski með því að sprauta terpentínu í vöðva en aðferðin er þekkt aðferð til að framkalla bráðasvar. Blóði var safnað fyrir sermismælingar og sýnum úr lifur, nýrum og milta var safnað fyrir mælingar á genatjáningu. Magn CRP-PI, CRP-PII, kortisóls, IgM, og heildar próteinmagn voru mæld, auk þess sem virkni náttúrulegra mótefna og ensímtálma var mæld í sermi yfir 7 daga tímabil Niðurstöður sýndu að terpentínan jók magn kortisóls í sermi sem náði hámarki 72 klst eftir sprautun. Magn IgM í sermi var marktækt meira 24 klst eftir sprautun hjá terpentínuhóp en hjá viðmiðunarhóp en 168 klst eftir sprautun var magn í terpentínuhóp marktækt lægra en hjá viðmiðunarhóp. Niðurstöður sermismælinga benda því til að kortisól gæti haft bælandi áhrif á aðra ónæmisþætti í sermi og að pentraxín séu ekki dæmigerð bráðaprótein í þorski.
    Tjáning CRP-PI, CRP-PII, C3, ApoLP A-I, IL-1β, transferrin, cathelicdin og hepcidin genanna var mæld í nýrum og milta yfir 7 daga tímabil. Öll genin voru stöðugt tjáð í báðum líffærum og tjáning þeirra jókst eftir meðhöndlun með terpentínu. Aukin tjáning CRP-PI, CRP-PII, ApoLP A-1 og C3 var takmörkuð við nýrun en tjáning á hepcidin var aðeins marktækt aukin í milta. Genatjáning transferrin, IL-1β og cathelicidin jókst í báðum líffærum. Niðurstöður benda til að pentraxín og ApoLP A-1 hafi hlutverk sem snemmbúnir miðlarar bráðasvars í nýrum og ásamt boðefninu IL-1β gætu þau hafa örvað kortisól losun og C3 og transferrin tjáningu. Cathelicidin og hepcidin gætu haft hlutverk í bráðasvari en eru líklega mikilvægari í ónæmisvörnum gegn sýkingum.
    CRP-PII genið var raðgreint og niðurstöður sýndu breytileika í amínósýrum og kirnum milli einstaklinga. Þessi breytileiki var þó ekki nægur til að skýra munin sem áður hafði verið lýst á stærð og fjölda banda CRP-PII sem greindust í ónæmisþrykki.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku The Research Fund of the University of Iceland
Samþykkt: 
  • 17.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The acute phase response of Atlantic cod.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna