is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11071

Titill: 
  • Vörumerkjabreytingar. Hvað einkennir viðhorf almennings til breytinga á vörumerkjum?
  • Titill er á ensku Rebranding
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vörumerkjabreytingar er fyrirbæri sem ekki svo margir velta fyrir sér, en eru samt sem áður meðvitaðir um. Viðfangsefni þessa verkefni er að greina frá helstu hugtökum sem viðkoma vörumerkjum, einkennum þeirra og breytingum á þeim. Farið er í gegnum þá þætti sem þarf að hafa í huga í breytingarferlinu, þættir eins og samkeppnisaðstæður, breytingar á markaði og nýjar þarfir viðskiptavina. Tekin eru raunveruleg dæmi og tengd við fræðina til að gefa betri sýn á viðfangsefnið en þau dæmi eru flest öll af erlendum vettvangi.
    Ekki hefur mikið verið um rannsóknir á breytingum vörumerkja í íslensku samfélagi nema það sem fer fram innan fyrirtækja en það er yfirleitt ekki aðgengilegt fyrir almenning. Rannsóknin sem var gerð samhliða fræðilegu skrifunum var send til 8403 nemenda í Háskóla Íslands, notenda á Barnalandi sem eru um 100.000 og að lokum til vina og vandamanna. Úrtaksaðferðir sem voru notaðar voru handhófs-, klasa- og snjóboltaúrtak til þess að fá sem fjölbreyttustu svörun svo hægt sé að endurspegla niðurstöður á almenning í íslensku samfélagi. Í rannsókninni var notast við eftirfarandi rannsóknarspurningu:
    Hvað einkennir viðhorf almennings til breytinga á vörumerkjum?
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að viðhorf viðtakanda er í flestum tilfellum hlutlaust gagnvart vörumerkjabreytingum. Aftur á móti skiptir máli hvert virði fyrirtækis er svo þar af leiðandi er það virði fyrirtækis sem hefur úrslitaatkvæði en því meira sem virði er því neikvæðara er viðhorfið til breytingar. Í umfjöllunarkafla þessa verkefni er farið í þær tilgátur sem settar voru fyrir rannsóknina sjálfa af rannsakanda en þær eru sjö talsins. Fjórar af þeim eru staðfestar en hinar þrjár eru ekki með nægileg gögn til stuðnings til staðfestingar að mati rannsakanda.

Samþykkt: 
  • 20.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaugur_Þorkelsson_BS.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna