ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11079

Titill

Íslenskir áttavitar. Þýðing hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Rannsókn þessari var ætlað að kanna þýðingu hægri og vinstri í hugum Íslendinga þegar kemur að stjórnmálum. Spurt var fyrir hvað hugtökin standa í hugum Íslendinga og hversu mikill samhljómur er um þann skilning, auk þess sem sá skilningur var skoðaður í samhengi sögulegrar þróunar hugtakanna og kenninga hugsmíðahyggju og stjórnmálasálfræði. Loks var reynt að kanna stjórnmálafágun Íslendinga og í hversu miklum mæli þeir hugsa út frá línu hægri og vinstri. Niðurstaðan er sú að mikill samhljómur er um skilning á hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum; viðhorf til markaðar, félagslegs jöfnuðar og umhverfismála ráða þar mestu en einnig utanríkismál og viðhorf til kynjajafnréttis og einstaklingshyggju. Félagsleg íhaldssemi, breytingar og stöðugleiki er hins vegar ekki talinn tengjast hugtökunum á Íslandi. Þessi skilningur er að nokkru en ekki öllu leyti í samræmi við sögulega þróun og sálfræðilegar rætur hugtakanna og mótast að hluta til af íslenskum stjórnmálaveruleika, í anda kenninga hugsmíðahyggjunnar. Íslendingar virðast hafa töluverða stjórnmálafágun þó þeir hugsi ekki ætíð út frá línu og hægri vinstri, en þeir sem skilgreina sig lengst til vinstri og hægri gera það helst.

Samþykkt
25.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viktor Orri Valgar... .pdf652KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna