ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11080

Titill

WikiLeaks og frelsi til upplýsinga. Rannsókn á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavefmiðla um WikiLeaks

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

WikiLeaks samtökin hafa verið mjög áberandi í umræðunni um upplýsingafrelsi undanfarin ár og upplýsingalekar þeirra hafa vakið mikla athygli um allan heim. Þessi ritgerð er til BA gráðu í bóksafns- og upplýsingafræði og fjallar að mestu um eigindlega rannsókn sem gerð var á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavefmiðla um WikiLeaks samtökin. Innihaldsgreining (e. content analysis) var sú rannsóknaraðferð sem notast var við í rannsókninni. Þeir fréttavefmiðlar sem skoðaðir voru í þessari rannsókn voru mbl.is, vísir.is og DV.is. Helstu niðurstöður voru þær að umfjöllunin á milli fréttavefmiðlanna þriggja var frekar svipuð þegar kemur að innihaldi hennar. Enginn af fréttavefmiðlunum þremur fjallaði sérstaklega og mikið um eitthvað tengt WikiLeaks sem hinir fréttavefmiðlarnir gerðu ekki. Hinsvegar var munur á því hve mikla áherslu fréttavefmiðlarnir lögðu á hin og þessi umfjöllunarefni tengd WikiLeaks.
Ritgerðin fjallar einnig um upphaf, sögu og tilgang WikiLeaks samtakanna og gerir helstu upplýsingalekum þeirra skil. Fjallað er um þá gagnrýni sem samtökin hafa fengið á sig í þeim tilgangi að varpa ljósi á það viðhorf sem ríkir gagnvart samtökunum. Helstu fylgjendum upplýsingafrelsis sem tengjast WikiLeaks er jafnframt gerð skil.

Samþykkt
25.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_ritgerd_Kristja... .pdf1,04MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna