is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11092

Titill: 
  • Hefur stjórnskipulag áhrif á gæði þjónustu við fatlað fólk?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helstu efnisþættir ritgerðarinnar eru stjórnskipulag ríkis og sveitarfélaga, gæði þjónustu við fatlað fólk og stjórnskipulag þjónustusvæðanna. Höfundur fjallar almennt um skipulag ríkisins á stjórnsýslunni. Þrengir svo umfjöllun sína og skoðar stjórnsýslu sveitarfélaganna og stjórnskipulag þjónustusvæða sem sinna málefnum fatlaðs fólks. Þar skoðar hann sérstaklega sérstöðu sveitarfélaga og útskýrir nánar hvað felst í stjórnskipulagi. Fjallað er um gæði þjónustu við fatlað fólk út frá þeirri þróun sem orðið hefur á lögum og hugmyndafræði. Skoðað er sérstaklega hvað felst í valdeflingu og notendastýrðri þjónustu. Höfundur fjallar síðan um hvað felst í þjónustusvæði og segir frá stjórnskipulagi þjónustusvæðanna.
    Rannsóknarspurningin sem verkefnið byggir á er eftirfarandi: Hefur stjórnskipulag hvers þjónustusvæðis áhrif á gæði þjónustu við fullorðið fatlað fólk?
    Við öflun gagna um stjórnskipulag nýtti höfundur sér það námsefni sem hann hafði farið í gegnum, í námi sínu, í opinberri stjórnsýslu. Til að geta svarað rannsóknarspurningunni gerði höfundur eigindlega rannsókn. Niðurstaða höfundar er að val á stjórnskipulagi hefur jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar.

Samþykkt: 
  • 26.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stjórnskipulag þjónustusvæðanna.pdf3.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna