ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11095

Titill

Kynjajafnrétti fyrir 2015? Þriðja þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Konur eru undirskipaðar körlum á margan hátt í samfélaginu en hlutfall þeirra er sérstaklega lágt í valdastöðum á opinbera sviðinu og þegar kemur að pólitískri þátttöku. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi háð baráttu fyrir bættum aðstæðum kvenna sem þó hefur skilað takmörkuðum árangri. Í þessari ritgerð var þriðja þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna skoðað. Markmiðið var sett með það í huga að stuðla að kynjajafnrétti og efla konur. Farið er yfir aðdraganda að markmiðasetningunni og árangur metinn. Fjallað er um það sem vel hefur heppnast en einnig greint frá helstu gagnrýni og annmörkum á verkefninu í heild. Það takmark var sett að útrýma kynjamisrétti í menntun fyrir árið 2015. Komist er að þeirri niðurstöðu að möguleiki sé fyrir hendi að takmarkinu verði náð en að jafnframt sé afar ólíklegt að það eitt og sér muni stuðla að kynjajafnrétti og auka pólitíska þátttöku kvenna eins og Sameinuðu þjóðirnar vonuðust til.

Samþykkt
26.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Snæfríður.pdf408KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna