ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11104

Titill

Tyrkland: Veraldlegt eða íslamskt ríki? Hefur AK flokkurinn fundið lausnina?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar snýst að því hvort Tyrkland sé íslamskt eða veraldlegt ríki. Einnig er skoðað hvort að AK flokkurinn (Jafnréttis- og þróunarflokkurinn) hafi fundið lausnina að sambandi sem hentugast væri fyrir samspil Íslam og veraldarhyggju Tyrklands. Skoðaðar eru kenningar á borð við veraldarhyggju og nútímavæðingu. Samband stjórnmála og trúarbragða er skoðað og er söguleg þróun þess sambands rakin. Þá er Íslam er skoðað og sagt er í grundvallaratriðum hvað býr að baki trúnni. Í ritgerðinni er fjallað um Tyrkland og stjórnmálalegan bakgrunn þess þá sérstaklega frá árinu 1923 þegar landið lýsti yfir sjálfstæði sínu. Fjallað er um stjórnmálamanninn Mustafa Kemal Atatürk og áhrifin sem hann hafði á stjórnmálin í Tyrklandi. Í framhaldinu er fjallað um uppruna AK flokksins og hvernig Recep Tayyip Erdogan, einn af aðalstofnendum flokksins, hefur tekist að breyta stjórnmálalandslagi Tyrkja. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að AK flokknum og Erdogan hefur tekist að breyta stjórnmálunum til hins betra og fært Tyrkland nær lýðræðislegri stefnu og evrópskum viðmiðum.

Samþykkt
27.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ásta Hulda Ármann.pdf345KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna