ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11109

Titlar
  • Græðgi og gremja. Stjórnmál stríðsherra í borgarastríðinu í Angóla, 1975-2002

  • en

    Greed and Grievance. Warlord Politics in Angola's Civil War, 1975-2002

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þessi ritgerð greinir hvernig græðgi og gremja hafa haft áhrif á stjórnmál stríðsherra og forréttindahópa (elíta) í borgarastríðum, og borgarastríðið í Angóla tekið fyrir sem dæmi. Við greiningu á efninu eru skoðaðar græðgis- og gremjukenningar og þeim beitt til að útskýra borgarastríðið í Angóla. Þá er angólska ríkinu og stjórnmálum þess lýst. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að á tímum borgarastríðsins bar Angóla mörg einkenni veiks ríkis, en það mátti sjá á spilltum og ólýðræðislegum stjórnarháttum, lágu stigi borgaralegs samfélags, skorti á lögmæti vegna lítillar pólitískrar þátttöku almennings, óstöðugum stjórnmálum, samfélagsklofningi og miðstýrðum stjórnarháttum forréttindahópa ríkisins, þar sem einn stjórnmálaflokkur fór með völd. Það er hins vegar ekki hægt að setja angólska borgarastríðið í einn ákveðinn flokk stríða, heldur ber það viss einkenni staðgengils-, auðlinda-, og þjóðernisstríða. Í því má greina gremju vegna arfleifðar nýlendutímabilsins og klofnings þjóðerna, en einnig má greina græðgi, til dæmis vegna eftirsóknar einstaklinga og hópa í auðlindir ríkisins, og vegna þess hve auðlindirnar voru nauðsynlegar til að stríðið gæti haldist gangandi. Græðgis- og gremjukenningar hafa því mikið skýringargildi fyrir borgarastríðið í Angóla.

Samþykkt
27.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
dana Björk.pdf778KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna