is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1111

Titill: 
  • Líðan foreldra samkynhneigðra: af hverju er ekki hægt að viðurkenna barnið mitt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkynhneigð varðar vægt talið 25% allra Íslendinga og er þá eingöngu litið til kjarnafjölskyldunnar. Fræðilegt efni bendir til þess að foreldrar gangi í gegnum sorgarferli þegar barn afhjúpar samkynhneigð sína en fátítt er að foreldrar hafni börnum sínum. Rannsóknin beindist að líðan foreldra samkynhneigðra. Litið var á þátttakendur sem meðrannsakendur. Beitt var fyrirbærafræðilegu rannsóknarferli Vancouverskólans. Samræður voru teknar upp á MP3 spilara og síðan tölvuskráðar til úrvinnslu á grundvelli greinandi túlkunarfræði. Í ljós kom að foreldrarnir höfðu upplifað vanlíðan hjá barninu sínu og fundu til léttis við að fá skýringu á vanlíðaninni. Þau urðu fyrir áfalli en ákváðu að styðja barnið sitt og samþykktu tilfinningar þess. Foreldrarnir upplifðu sorg sem átti sér rætur í kvíða vegna framtíðar barnsins í fordómafullu samfélagi. Þeim reyndist erfitt að tala um líðan sína en það breyttist við að hitta foreldra með sömu reynslu, þeir upplifðu samkennd. Fjölskyldan, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS), skólinn og kirkjan höfðu afgerandi áhrif á líðan foreldranna. Foreldrar eru bakland barna sinna og fram kom, þörf á fræðslu til allra foreldra um samskipti og samkynhneigð. Rannsóknin vekur jafnframt athygli á mikilvægi stuðnings við foreldra samkynhneigðra barna og að virðing er forsenda farsællar úrvinnslu sorgar. Meginhugtök: Samkynhneigð (homosexuality); Sorg (grief); Félagsleg samskipti (social interaction); Fordómar (Prejudice); Samkennd (empathy).

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsamkyn.pdf1.06 MBOpinnLíðan foreldra samkynhneigðra - heildPDFSkoða/Opna