ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1112

Titill

Þörf og mikilvægi skipulagðrar foreldrafræðslu: könnun innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þörf fyrir skipulagða foreldrafræðslu innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands og var gerð að beiðni stjórnenda hennar. Skipulögð foreldrafræðsla er fræðsla utan mæðraverndar þar sem ljósmæður, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk sér um hana. Markmið hennar er að hjálpa foreldrum að ná tökum á þeim breytingum sem fylgja meðgöngu, fæðingu og umönnun nýburans. Í rannsóknum hefur komið fram að þeir foreldrar sem fengu skipulagða foreldrafræðslu á meðgöngu voru betur undirbúnir fyrir þær breytingar sem fylgja því að eignast barn. Í upphafi rannsóknarinnar voru settar Er þörf fyrir foreldrafræðslu innanfram þrjár rannsóknarspurningar sem eru: Er fræðsla mismunandi eftir búsetu áHeilbrigðisstofnunar Austurlands? Hvernig var sú fræðsla sem í boði var? Við gerð rannsóknarinnarAusturlandi? var notast við magnbundna lýsandi rannsóknaraðferð (quantitative research), sem er notuð til að lýsa breytum, rannsaka tengsl milli breyta og ákvarða orsakasamhengi milli þeirra. Við úrvinnslu og túlkun spurningalistanna var notast við tölfræðiforritið SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Þýðið samanstóð af foreldrum sem voru í meðgönguvernd á Austurlandi á árunum 2000-2001 og fengu þeir sendan heim spurningalista með 36 spurningum. Sendir voru út 198 spurningalistar og skiluðu 78 listar sér til baka, sem er 39.4% svörun. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að rúmlega helmingur þátttakenda fékk ekki skipulagða foreldrafræðslu á þessu tímabili. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að skipulögð foreldrafræðsla er háð búsetu, þar sem þeir foreldrar sem fengu foreldrafræðslu voru flestir búsettir á Héraði. Þeir foreldrar sem sóttu skipulagða foreldrafræðslu voru frekar ánægðir með þá fræðslu sem þeir fengu, en fannst henni þó vera ábótavant á ýmsum sviðum. Þær ályktanir sem draga má af niðurstöðunum eru að foreldrar fengu ekki þá þjónustu sem þeir áttu rétt á samkvæmt lögum um heilbrigðissþjónustu nr. 97/90. En þar kemur fram að það er réttur allra foreldra að hafa aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu óháð menntun, kyni, aldri og búsetu.

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
thorf.pdf1,67MBOpinn Þörf og mikilvægi - heild PDF Skoða/Opna