ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11121

Titlar
  • Fjárfestingarmöguleikar lífeyrissjóða á Íslandi. Eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta í hlutabréfum í Icelandair Group?

  • en

    Investment options for pension funds in Iceland. Should pension funds invest in stocks issued by Icelandair Group?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um fjárfestingarmöguleika íslenskra lífeyrissjóða. Eftir fjármálahrunið 2008 á Íslandi fækkaði fjárfestingarmöguleikum fjármálafyrirtækja og einstaklinga mikið. Skortur er á framboði á skuldabréfum og í kjölfar fjármálahrunsins þurrkaðist hlutabréfamarkaður hérlendis nánast upp.
Gjaldeyrishöftin sem sett voru á hér á landi 2008 höfðu mikil áhrif vegna þess að í kjölfar þeirra var bannað að kaupa gjaldeyri og flytja erlendis. Fyrir fjárfesta hér á landi þýddi þetta að fjárfestingarkostir voru einungis hérlendis. Í ljósi skorts á fjárfestingarkostum var mikilvægt fyrir lífeyrissjóði að endurskipuleggja fjárfestingarstefnu sína og sníða hana að nýjum lögum og breyttum aðstæðum á markaði. Einnig verður farið yfir starfsemi lífeyrissjóða og ávöxtun þeirra síðustu ár og þeirri áhættu sem fylgir starfsemi þeirra og daglegum rekstri.
Að lokum verða fjárfestingar í hlutabréfum hérlendis skoðaðar, og í því samhengi verður litið til Icelandair Group og skoðað hvort að fjárfesting í því félagi sé skynsamleg fyrir lífeyrissjóði. Gengi bréfa í Icelandair Group síðustu ár verður skoðað sem og rekstur og starfsemi félagsins frá árinu 2006.

Samþykkt
27.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Áslaug_Kristjana_Á... .pdf583KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna