is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11126

Titill: 
  • Norðurslóðastefna Kínverja og staða Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kastljós umheimsins hefur á undanförnum árum beinst í auknum mæli að norðurslóðum. Samhliða loftlagsbreytingum hafa hugmyndir um auðlindaupptöku og nýjar siglingaleiðir fengið brautargengi. Það eru ekki aðeins ríki á norðurslóðum sem sýna svæðinu áhuga. Skiptar skoðanir eru á hlutverki utanaðkomandi aðila og hvaða áhrif þeir muni hafa á stöðugleika á norðurslóðum. Sérstaklega hefur áhugi Kínverja á svæðinu vakið eftirtekt og spurningar. Samband Kína við Ísland hefur að sama skapi vakið upp vangaveltur um hvort aukin samskipti ríkjanna spretti af afleiddum áhuga Kínverja á norðurslóðum. Markmiðið hér er að sannreyna þá tilgátu með því að greina norðurslóðastefnu Kínverja og þá sérstaklega með tilliti til Íslands. Með vísan í kenningar í alþjóðastjórnmálum verður einnig lagt mat á hvort hætta sé á að aukin samskipti ríkjanna geti ógnað öryggi Íslands. Unnin var tilviksrannsókn og var helst stuðst við fræðigreinar, skýrslur stofnana og blaðagreinar. Til að fá skýrari mynd af stefnu Íslands á norðurslóðum og gagnvart Kína voru tekin 15. viðtöl við stjórnmálamenn, þar á meðal ráðherra, og embættismenn.
    Færð verða rök fyrir því að áhugi Kínverja á auknum samskiptum við Ísland sé í beinum tengslum við norðurslóðastefnu þeirra. Hins vegar er ekki unnt að tengja öll samskipti ríkjanna við áhuga Kínverja á norðurslóðum, enda eru þau margþætt. Út frá kenningum í öryggisfræðum er komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi stafi ekki bein öryggisógn af samskiptum sínum við Kína. Engu að síður þurfi að huga að ákveðnum þáttum sem kunna að veikja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að of náin tengsl við stórveldi kunna að skerða sjálfstæði utanríkisstefnu Íslands og veikja yfirráð yfir náttúruauðlindum landsins. Slíkar ógnir eiga þó ekkert sérstaklega við um samskipti við Kína frekar en önnur stórveldi.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bára Hlynsdóttir ritgerð 27 april.pdf785.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna