is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11136

Titill: 
  • Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að innrauðar litloftmyndir hafa yfirburði yfir aðrar gerðir loftmynda. Þrátt fyrir það hafa þær lítið verið notaðar í fornleifarannsóknum og gildi þeirra nánast ekkert verið kannað. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða möguleika innrauðra mynda fyrir fornleifarannsóknir og til samanburðar voru notaðar venjulegar litloftmyndir. Í fyrsta lagi var rannsakað hversu vel loftmyndir nýttust til að koma auga á fornminjar, ýmist þær sem áður hafa fundist á vettvangi, þær sem ekki hafa verið staðsettar eða alls óþekktar minjar. Í öðru lagi var kannað hvort nýta mætti loftmyndir við mat á eðli minjanna og hvert hlutverk þeirra var í búsetu svæðisins á mismunandi tímum. Fornleifar voru flokkaðar niður í algenga minjahópa eftir útlitseinkennum og ummerkjum. Svæðið sem var notað til rannsóknarinnar er Austur- og Vesturdalur í Skagafirði. Búsetumynstur dalanna var kannað, bæði með notkun heimilda og loftmynda, og þær breytingar skoðaðar sem hafa átt sér stað.
    Samtals voru skoðaðar minjar á 55 bæjum og var fjöldi fundinna minja frá engri upp í 23 minjar á hverjum stað. Byrjað var að skrá fornleifar af litmyndum en síðan á innrauðu myndunum. Í ljós kom að yfir helmingi fleiri fornleifar fundust við skráningu á innrauðu myndunum og fornleifar fundust sem ekki höfðu fundist áður á vettvangi. Innrauðu loftmyndirnar nýttust einnig við mat á eðli minjanna og hvaða hlutverki þær gegndu. Með því að skoða hlutverk minja á þennan hátt er auðveldara að skilja minjasvæðin. Sömuleiðis kom í ljós að loftmyndir nýtast til athugunar á búsetumynstri. Heimildir sýna að á 14. öld lagðist hver bærinn á fætur öðrum í eyði og með loftmyndakönnun á svæðinu kom í ljós að eftir þann tíma varð búsetumynstur dalanna ólíkt. Í Austurdal voru margar jarðir eyðibýla nýttar undir sel eða beitarland en í Vesturdal voru fáar jarðir nýttar aftur. Ástæðan er líklega breytingar á landkostum.

  • Útdráttur er á ensku

    Researches both in Iceland and abroad, show that infrared aerial photographs are superior to other aerial photographs. Despite that, they have not been used much in archaeological researches in Iceland and their value has not been investigated. The aims of this research are to examine the potential value of using color infrared aerial photographs to locate archaeological sites, distinguish different archaeological remains and their function and normal colored aerial photographs were used in comparison. Other potentials of color infrared aerial photographs will also be examined. The possible functions of the archaeological features in the area will be examined by focusing on crop marks the feature leave. The features were classified into groups by their appearance and positive and negative crop marks. The area chosen for the research is Austurdalur and Vesturdalur in Skagafjörður fjord, North Iceland. The occupation pattern of the valleys was investigated, using written resources and aerial photographs, and changes were examined.
    Overall archaeological features were examined in 55 farms. In some places no remains were discovered but in others there were up to 23 remains. First the features were mapped by the normal color aerial photographs and then by the infrared aerial photographs. The total amount of archeology found was doubled when mapping with the infrared photographs and some features were discovered that had not been found in the field. The infrared aerial photographs also proved to be useful to determine the possible function of the features and by that the archaeological area can by understood better. Written sources show that after 1300 many farms were deserted and by examine the aerial photographs it becomes clear after 1300 the two valleys show different occupation pattern. In Austurdalur many farmlands were used as shielings or sheep grazing area (beitarhús) but in Vesturdalur very few farmlands were reused in this manner. The reasons for these differences could be changes in the quality of the land.

Styrktaraðili: 
  • Samsýn
Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum.pdf11.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna