is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11141

Titill: 
  • Áhrif stökkbreytts EGF týrósín kínasa viðtaka á vöxt og þroskun lungnaþekju í rækt
  • Titill er á ensku The effects of a mutated EGF tyrosine kinase receptor on growth and differentiation of bronchial epithelial cells in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lungnakrabbamein er ein helsta dánarorsök vegna krabbameina í heiminum. Nýlega hefur örvandi stökkbreytingum í týrósín kínasa viðtakanum EGFR verið lýst í lungnakrabbameinum og er amínósýrubreyting á lefsíni í arginín í stöðu 858 algengasta breytingin (L858R). Gefitinib er smásameind sem er týrósín kínasa hemill og hindrar EGF viðtakann. Þeir sjúklingar sem eru með L858R stökkbreytingu á EGF viðtakanum sýna mikla svörun við gefitinib.
    Rannsóknir á hlutverki EGFR og L858R stökkbreytingunni í lungnaþekjulaginu hafa fyrst og fremst beinst að krabbameinsþekjufrumulínum og hafa þær rannsóknir verið gerðar í hefðbundnum tvívíðum ræktunum.
    VA10 er lungnaþekjufrumulína með stofnfrumueiginleika sem getur við réttar frumuræktunaraðstæður myndað eðlilega þekjuvefjagerð, bæði sýndarlagskiptingu og greinótta formgerð. Slík frumulína er mjög mikilvægt tól til að rannsaka eðlilegan þroska lungaþekju og truflun á honum.
    Markmið verkefnisins var að kanna áhrif stökkbreytts EGF viðtaka, með stökkbreytinguna L858R, á VA10 en víxlveira var notuð við innleiðinguna. Hegðun nýju frumulínunnar var borin saman við eðlilega VA10 frumulínu, bæði hvað varðar starfræna hegðun í tvívíðri ræktun og myndun greinóttrar formgerðar í þrívíðri ræktun. Áhrif gefitinibs á frumulínurnar voru einnig könnuð.
    Í frumufjölgunarprófi vex stökkbreytta frumulínan betur og hún getur komið sér auðveldar undan sjálfstýrðum frumudauða en VA10 frumulínan. Til að kanna áhrif stökkbreytta viðtakans á þroskun í lungnaþekju var gerð þrívíð ræktun þar sem áhrif á greinótta formgerð voru könnuð. Stökkbreytta frumulínan myndar fleiri þyrpingar í þrívíðri ræktun og greinótta formgerðin einkennist af fleiri og flóknari útbungunum en í VA10. Þegar stökkbreytta frumulínan er ræktuð með gefitinibi verður mjög lítill vöxtur og engin greinótt formgerð myndast, né heldur hjá VA10. Það gefur til kynna að EGF sé mikilvægt fyrir myndun greinóttrar formgerðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Lung cancer is one of the main death causes of cancer in the world. Recently mutations in the epidermal growth factor tyrosine kinase receptor (EGFR) have been described and connected to carcinogenesis in the lungs. The most common mutation is a missense mutation leading to a change of leucine to arginine on codon 858 (L858R). Gefitinib is a small molecule tyrosine kinase inhibitor that inhibits the EGFR and mutation L858R. Response to gefitinib is enhanced in cancer patients that harbor the L858R mutation.
    Researches on the role of EGFR and the L858R mutation have mostly been on cancerous cell lines in monolayer cultures. VA10 is a bronchial epithelial cell line with stem cell like properties. Under right conditions it can form both pseudostratified epithelium and bronchioalveolar-like structures by undergoing branching morphogenesis. This cell line is thus a potent tool to study the normal development of the lung epithelium and abnormalities in lung development.
    The aim of the study was to observe the effects of the L858R mutated EGFR on the VA10 cell line after retroviral transduction using plasmids containing the mutated (L858R) vector. Behavior and function of the new cell line was compared to normal VA10 cells, both in monolayer and with regards to branching morphogenesis. Effects of gefitinib on the cell line were also studied.
    In cell proliferation assay the VA10 with mutated EGFR grows faster than VA10 and it seems to be less prone to induction to apoptosis with camptothecin. Cells were cultured in 3D culture to observe the effect of the mutated receptor on branching morphogenesis of lung epithelium. The mutated cell line forms more colonies than VA10 and the branching morphogenesis colonies form more complex budding structures than VA10. When the mutant cell line or the control lines were cultured with gefitinib in 3D cultures growth was inhibited and branching morphogenesis was not seen. This indicates that EGF is important for branching morphogenesis.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IrisGunnarsdottir_secured.pdf3.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna