is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11161

Titill: 
  • Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum. Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu?
  • Titill er á ensku The Experience of Students in Business Administration at University of Iceland when Writing Their BS-Thesis. Has the Organization and Supervision of The BS-Thesis Impact on Students Dropout from The Course?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessara rannsóknar var að skoða ólíka vinnuhætti og skipulag á milli þriggja ólíkra deilda innan Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands á BA- eða BS-ritgerðarskrifum nemenda, með áherslu á Viðskiptafræðideild og núverandi skipulag þeirrar deildar. Til hliðsjónar og viðmiðunar voru Félagsráðgjafadeild og Þjóðfræðiskor úr Félags- og mannvísindadeild einnig skoðaðar. Rannsóknin byggir á mælingum á viðhorfi og upplifunum viðskiptafræðinemenda á þriðja og síðasta ári, bæði með spurningalista sem dreift var til nemenda í þriðja árs námskeiðum sem og viðtölum sem tekin voru við þrjá einstaklinga úr þessum hópi. Einnig voru tekin viðtöl við umsjónarmenn lokaverkefna þriggja viðkomandi deilda til að fá skýrari mynd af skipulagi þeirra. Niðurstöður sýna að upplifanir viðskiptafræðinemenda og viðhorf eru í flestum tilfellum neikvæð, telur stór hluti þessara nemenda að full ástæða sé fyrir Viðskiptafræðideild skólans að endurskoða núverandi skipulag og bæta starfshætti sína við BS-ritgerðarskrif nemenda. Vonast er til að Háskóli Íslands og þá sérstaklega Viðskiptafræðideildin geti nýtt sé niðurstöður þessara rannsóknar til uppbyggingar á kennsluháttum við ritgerðarskrif og þeirri baráttu skólans við brottfall nemenda.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_2012_Helga_Steinunn_Einvardsdottir.pdf936.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna