is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11164

Titill: 
  • Njóta menn rýmkaðs tjáningarfrelsis í skjóli trúar?
  • Titill er á ensku Is the freedom of speech expanded under the cover of religion?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það má segja að aflvaki þeirrar hugmyndar að skrifa ritgerð um það hvort menn njóti rýmkaðs tjáningarfrelsis í skjóli trúar sé annars vegar vegna þess að ekki hefur verið fjallað beinlínis um álitaefnið áður og hins vegar vegna þess að trúarbrögð virðast oft og tíðum snúast í andhverfu sína í meðförum manna og samfélög virðast líta í hina áttina þegar refsiverð ummæli eru viðhöfð í nafni trúarskoðana.
    Til þess að svara titilspurningu ritgerðarinnar taldi höfundur nauðsynlegt að kanna hvort réttarheimildarleg staða trúfrelsis væri betri en staða tjáningarfrelsis. Vegna þessa er í ritgerðinni að finna ítarlega umfjöllun um tjáningarfrelsið og trúfrelsið en jafnframt viðamikinn samanburð á lagaumhverfi Íslands, samanborið við norrænan, bandarískan og kanadískan rétt. Til þess að varpa frekar ljósi á réttarheimildarlega stöðu trú- og tjáningarfrelsis var skoðuð íslensk dómaframkvæmd ásamt dómaframkvæmd á hinum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Kanada. Skoðun dóma snéri að ærumeiðingum á grundvelli 233. gr. a. hgl. og sambærilegum ákvæðum erlends réttar.
    Við það að svara titilspurningu ritgerðarinnar og þeirri spurningu hvort réttarheimildarleg staða trúfrelsis sé betri en tjáningarfrelsis, vöknuðu enn fleiri spurningar; má þar nefna spurninguna um hvort lagaumhverfi Íslands sé fullnægjandi þegar kemur að því að tryggja jafnrétti á grundvelli trúar, kynþáttar, litarháttar, þjóðernis og kynferðis. Einnig er leitað svara við því hvort sagan hafi mótað viðhorf manna til beitingar 233. gr. a. hgl. á þann máta að ójafnræði ríki innan greinarinnar.
    Svörin við þessum spurningum má finna í ritgerðinni ásamt gagnrýni á núverandi lagaumhverfi þegar kemur að ærumeiðingarmálum þar sem menn tjá sig á meiðandi máta í nafni trúar. Þá er einnig að finna tillögur um úrbætur sem höfundur ritgerðarinnar leggur til í lokakafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kári Valtýsson.pdf965.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna