is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11167

Titill: 
  • Staða garðyrkjubænda Íslands á móti ESB : hvað gæti breyst?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sumarið 2011 byrjuðu samningaviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins varðandi aðild Íslands. Síðan þá hefur verið mikið rætt og mikið spáð hvað verður, hvað gæti gerst, og þá sérstaklega í landbúnaði. Í garðyrkjunni er búið að taka næsta skref og kanna hvernig viðhorf hennar er gagnvar inngöngu í ESB. En útkoman var mjög neikvæð. Finnland var notað sem samanburðar og staðan þar er eftir aðild að ESB er aðeins búin að versna, en þó ekki mikið.
    Íslendingar hafa sett mikið í markaðssetningu á íslenskum garðyrkjuaðfurðum og er það búið að skila góðum árangri,samt er ákveðin hræðsla við þá samkeppni sem mun koma við inngöngu í ESB.
    Evrópusambandið er með ákveðna landbúnastefnu sem heitir Common Agricultur Policy,og er hún m.a. reglugerð um rekstur búgarða. Auk þess inniheldur hún reglur um beingreiðslur og styrki til bænda. Mikið hefur verið að kvartað yfir henni, að hún sé of dýr fyrir skattgreiðendur. Það er ástæðan fyrir því að það þurfi að breyta henni og aðlaga hana betur að nýjum kringumstæðum.
    Niðurstaðan í þessari ritgerð er sú að garðyrkjubændur eru mjög hræddir um að missa sitt við inngöngu í ESB, sérstaklega þeir bændur sem eru með blómarækt, útirækt, þar sem þeirra uppskerutími er ekki jafn langur og hjá öðrum löndum innan Evrópusambandsins. Að þeir geti ekki staðist samkeppni sem kemur utan frá ef Ísland fær ekki ákveðna sérstöðu þegar kemur að samningum.
    En þó er ekki allt neikvætt,íslenskir garðyrkjubændur eru tilbúnir til að taka við Evrópusambandinu ef það er til í að koma á móts við þá við aðild. Eins og að hjálpa íslenskum garðyrkjubændum við að standast samkeppni frá öðrum löndum innan ESB.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc-ritgerð Alexandra Hofbauer lokaeintak.pdf790.56 kBOpinnPDFSkoða/Opna