ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11171

Titill

Stýrandi áhrif þátta og hreinna efna úr íslenskum birkiberki (Betula pubescens) á ónæmissvör angafrumna in vitro

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Birkibörkur hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum til meðhöndlunar á ýmsum kvillum. Í birkiberki er að finna trítrepena í ríkum mæli og hafa þeir sýnt áhugaverða virkni á ónæmissvör. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að birkibarkar úrdráttur og þættir hafa bælandi áhrif á ræsingu angafrumna in vitro.
Markmið: Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda þáttun til að finna og greina efnasambönd úr Betula pubescens og rannsaka frekari stýrandi áhrif þátta og hreinna efna sem finnast í birkiberki á þroska angafrumna.
Aðferðir: Birkibörkur var úrhlutaður og þáttaður með fjórum þáttunaraðferðum; VLC, SPE, magnbundnu-HPLC. Angafrumur voru ræktaðar með eða án þátta eða hreinna efna (betúlín, betúlínsýra, lúpeól og óleanólínsýra) og áhrif þeirra á ræsingu þeirra metin með því að mæla tjáningu yfirborðssameinda í frumuflæðisjá og boðefnaseytingu með ELISU mælingum. Nokkrir útvaldir þættir sem fengust eftir SPE voru prófaðir í in vitro angafrumulíkani til að ákvarða hvaða þátt/þætti ætti að nota í áframhaldandi þáttanir.
Niðurstöður: Við skimun í in vitro angafrumulíkani á útvöldum þáttum sem fengust eftir SPE var ákveðið að halda áfram að þátta Bp3.4. Áhrif þáttanna sem fengust við það (Bp3.4.1 – Bp3.4.11) og fjögurra hreinna tríterpena sem finnast í birkiberki (betúlín, betúlínsýru, lúpeól og óleanólínsýru) voru prófuð í in vitro angafrumulíkani og kom í ljós að angafrumur sem voru ræktaðar með öllum þáttunum og hreinu efnunum drógu úr seytingu IL-12p40 og IL-6. Þunnlagsgreinig sýndi að Bp3.4.1 – Bp3.4.11 innihéldu m.a. tríterpenana betúlín, betúlínsýru, lúpeól og óleanólínsýru.
Umræða og ályktanir: Rannsóknin hefur sýnt fram á að birkibarkar þættir geti hugsanlega haft bólguhemjandi áhrif og mögulega nýst til meðhöndlunar á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum eins og liðagigt. Næstu skref eru að efnagreina öll helstu innihaldsefni virkra þátta og staðla þann efnaþátt sem er virkastur eða einangra virka efnasambandið og prófa í áframahaldandi rannsóknum, t.d. í dýralíkönum.

Samþykkt
30.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Stýrandi áhrif þát... . MSritgerð. Lyfjafræði. Björk Gunnarsdóttir.pdf1,81MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna