is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11176

Titill: 
  • Val neytenda á snyrtistofum : áhrif auglýsingamiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta snýr að því að skoða hvaða þættir hafa úrslitavald þegar einstaklingar velja sér snyrtistofur, hvernig og hvaða skilaboð snyrtistofur nota í auglýsingar til að ná til viðskiptavina sinna og hvaða miðlar verða fyrir valinu þegar á að auglýsa. Einnig verður því velt upp hvort umfang starfsemi snyrtistofanna skipti máli. Þetta má draga saman í rannsóknarspurninguna:
    • Hvernig nota snyrtistofur miðla til að koma skilaboðum til neytenda sinna?
    Frá neytendum snýr þessi spurning að því:
    • Hvort auglýsingar hafi áhrif á val neytenda á snyrtistofu?
    Skoðuð verða hugtök í neytendahegðun, um markaðssetningu þjónustu og um auglýsingar og miðla. Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð til að safna frumgögnum með því að kortleggja markaðinn, snyrtistofur skilgreindar og þær flokkaðar eftir landshlutum. Auglýsingar snyrtistofa voru skoðaðar og greint hvernig hver flokkur notar auglýsingamiðlana til að ná til neytenda sinna. Með því að spurningarlista var dreift handahófskennt út til snyrtistofuneytenda.
    Til að nálgast sjónarhorn neytenda var spurningarlisti sendur út á póstlista þriggja snyrtistofa og birtur á samskiptavefnum Facebook.com. Um er að ræða ólíkindaúrtak þar sem ekki er hægt að segja til um stærð og samsetningu úrtaksins.
    Markmiðið með þessu er að ná góðri yfirsýn yfir það hvernig snyrtistofueigendur nota auglýsingar til að nálgast viðskiptavini sína og hvernig væri hægt að ná árangri miðað við staðsetningu á landinu.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að snyrtistofur nýta sér aðallega internetið til að koma skilaboðum til neytenda sinna. Hærra hlutfall snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu nýta sér internetið heldur en þær sem eru á Norðurlandi. Eitthvað eru snyrtistofur einnig að nýta sér prentmiðla og eru þá snyrtistofur á Norðurlandi sem nýta sér frekar prentmiðla en þær sem eru á höfuðborgarsvæðinu.
    Hvað varðar neytendur þá telja þeir að auglýsingar hafi lítil sem engin áhrif á val þeirra á snyrtistofum. Það sé fyrri reynsla sem hefur áhrif á val þeirra og er þá viðmót og færni snyrtifræðingsins mesti áhrifavaldur á mat þeirra á þjónustunni.
    Lykilorð: Markaðssetning þjónustu, Markaðsleg boðmiðlun, Neytendahegðun, Snyrtistofur, Auglýsingar

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Val neytenda á snyrtistofum.pdf1.35 MBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf84.59 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskra.pdf16.24 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna