ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11182

Titill

Heilsufar og lyfjanotkun Íslendinga samkvæmt gögnum úr European Social Survey 2004-2005

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Áhugi á tengslum lýðfræðilegra þátta og heilsu, vellíðunar og lyfjanotkunar fólks hefur vakið mikla athygli undanfarin ár hjá félagsvísindastofnunum en slíkar rannsóknir eru enn fáar hér á landi. European Social Survey (ESS) er félagsfræðileg könnun sem er hönnuð til að greina viðhorf, skoðanir og hegðun Evrópubúa. Rannsóknin er framkvæmd annað hvert ár, nær til 20 landa í Evrópu og eru gögnin notuð í til dæmis lýðfræðilegum og félagshagfræðilegum rannsóknum til að greina og útskýra hina ýmsu þætti á tölfræðilegan hátt.
Í þessari rannsókn var ætlunin að kanna hvort ýmsir félagslegir þættir mældir í ESS tengist heilsu, lyfjanotkun, meðferðarheldni, viðhorfi fólks til aukaverkana og ráða- og meðhöndlunarleitar. Jafnframt var Ísland borið saman við hin Norðurlöndin.
Fylgni var athuguð milli allra breyta sem valdar voru inn í rannsóknina. Þá var aðhvarfsgreining (tvíundargreining) framkvæmd til að finna út tengsl ýmissa þátta við óháðar breytur í einu líkani fyrir hvern af þeim fimm þáttum sem rannsakaðir voru.
Þónokkuð margir þættir tengdust sjálfsmetnu heilsufari fólks en hins vegar voru ekki margir þættir sem tengdust lyfjanotkun, meðferðarheldni, áliti fólks á aukaverkunum og ráða- og meðhöndlunarleit, fyrir utan kyn og aldur. Athyglisvert var að prófun líkananna fimm á hinum Norðurlöndunum skilaði talsvert frábrugðnum niðurstöðum en þeim íslensku þó heilbrigðisstefna og markmið þessara landa séu mjög svipuð.
Hægt væri að rannsaka þessa þætti nánar út frá mismunandi sjónarhornum og flokka breyturnar á fleiri vegu. Ef Ísland tekur aftur þátt í ESS mætti nota þau gögn til að rannsaka þróun í breytunum sem hér voru til skoðunar.

Samþykkt
30.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MSLOKARITGERD.pdf1,66MBLæst til  30.4.2132 Heildartexti PDF  
Vidauki_A.pdf158KBLæst til  30.4.2132 Viðauki PDF  
Vidauki_B.pdf183KBLæst til  30.4.2132 Viðauki PDF  
Vidauki_C.pdf504KBLæst til  30.4.2132 Viðauki PDF