ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11186

Titill

Birgðamat

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Lög og reglugerðir gilda um uppsetningu reikningsskila, hvernig kostnaðarverð birgða er reiknað og hvernig semjendur reikningsskila eigi að bregðast við ef skekkjur koma upp í bókhaldi. Félögum er skylt samkvæmt ákvæðum laga að telja vörubirgðir sínar og reikna út verðmæti þeirra að minnsta kosti einu sinni á ári eftir því hvort félög nota birgðatalningakerfið eða birgðakerfið. Fjallað var um hvort kerfið fyrir sig og hvaða kerfi hentar hvaða félögum.
Fjallað var um fjórar aðferðir við skráningu birgða í reikningsskilum. Farið var yfir helstu kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig. Sérgreinda kostnaðarverðsaðferðin hentar félögum með fáar en dýrar vörur, til dæmis skartgripaverslunum. Framleiðslu-fyrirtæki kjósa oftast að nota meðaltalsaðferðina, til dæmis Lýsi hf. Ef félög eru með vörur sem geta runnið út til að mynda matvörur, þá hentar fifo aðferðin best. Lifo aðferðin hentar félögum sem eru með lágan veltuhraða birgða.
Lifo aðferðin er ekki leyfð hér á landi og voru ástæður þess rannsakaðar. Aðferðin er leyfð annars staðar og voru Bandaríkin tekin sem dæmi. Ákvörðun hefur verið tekin um að samræma Alþjóðlegu- og bandarísku reikningsskilastaðlana og á hún að ganga í gegn á næstu fimm til tíu árum. Ef ráðin ná að samræma staðlana verður notkun lifo aðferðarinnar í hættu.

Samþykkt
30.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bryndís Reynisdóttir.pdf468KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna