is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11188

Titill: 
  • Greining utanfrumufjölsykra úr ræktunarfloti Cyanobacterium aponinum og áhrif þeirra á angafrumur in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Bláa Lónið er manngert lón sem liggur yfir hraunbreiðu á suð-vestur hluta Íslands. Í lóninu er heitur jarðsjór sem býr yfir sérstöku lífríki. Ljóstillífandi bakterían Cyanobacterium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó lónsins. Bláa Lónið er þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á meinmynd psóriasis og hafa þessi áhrif verið staðfest með klínískum rannsóknum. Orsakir sjúkdómsins virðast vera samspil ýmissa ónæmis-, umhverfis- og erfðafræðilegra þátta en komið hafa fram vísbendingar þess efnis að T frumur gegni lykilhlutverki í meinmyndun hans. Ónæmisstýrandi áhrif utanfrumufjölsykrublöndu úr ræktunarfloti C. aponinum hafa verið rannsökuð áður og sýndu ónæmisbælandi áhrif.
    Markmið: Markmið þessa verkefnis var að þátta niður utanfrumufjölsykrublöndu úr ræktunarfloti C. aponinum til þess að greina frekar byggingar helstu fjölsykra í flotinu og mæla ónæmisfræðileg áhrif þeirra á angafrumur in vitro.
    Aðferðir: Jónskiptaskiljun með stígandi saltstyrk og gelsíun sem aðskilur fjölsykrur eftir stærð var beitt til einangrunar sykruþátta sem síðan voru greindir með litahvarfi og ljósmælingu eða brotstuðulsgreiningu. Einsykrusamsetning fjölsykranna var ákvörðuð með metanólýsu og gasgreiningu. Ónæmisstýrandi áhrif einangraðra utanfrumufjölsykra voru könnuð í in vitro angafrumulíkani með því að mæla tjáningu yfirborðssameinda CD14, CD86 og HLA-DR með frumuflæðisjá og mæla IL-10 og IL-12p40 boðefnaframleiðslu með ELISA aðferð.
    Niðurstöður: Marktækur munur var á IL-10 boðefnaframleiðslu angafrumna sem þroskaðar voru í návist þátta B2 og B5 í styrknum 100 µg/mL borið saman við angafrumur þroskaðar án prófefna. Marktækur munur var einnig á IL-12p40 boðefnaframleiðslu í návist þátta B5, A5-1 og A2-2 í styrknum 100 µg/mL. Einsykrusamsetning undirþátta fjölsykrublöndunnar leiddi í ljós flókin heteróglýkön og var rhamnósi ríkjandi í sumum þeirra.
    Umræður og ályktanir: Niðurstöður verkefnis staðfesta fyrri niðurstöður varðandi ónæmisbælandi áhrif fjölsykrublöndu úr ræktunarfloti C. aponinum þrátt fyrir að nokkur munur virðist vera á einsykrusamsetningu og hlutföllum þeirra í blöndunum. Ekki reyndist unnt að tengja virknina við ákveðna byggingaþætti fjölsykranna. Sýnt var fram á að frekari þáttun dregur úr virkninni og því er líklegt að hún sé háð samvirkni nokkurra fjölliða.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms-Ritgerd-Heimir-Jon-Heimisson-2012-Med-vidauka.pdf5.52 MBLokaður til...26.05.2132HeildartextiPDF