ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11190

Titill

Raunverulegur friður: Tengsl friðar og mannréttinda í ljósi kenninga Immanuels Kants

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Árið 1795 ritaði Immanuel Kant ritgerðina „Að eilífum friði“ [Zum ewigen Frieden] þar sem hann mótar skipulagt kerfi sem á að koma á eilífum friði í samfélagi manna. Hugmynd Kants var sú að samræma vilja allra manna, til þess að þeir gætu með skynsemi sinni sammælst um ákveðin grundvallarréttindi sem nauðsynlegt væri að tryggja að allir menn fengju notið. Til að tryggja að farið sé eftir þeim grundvallarréttindum sem menn sammælast um mótar Kant alþjóðastjórnskipulag sem er í hnotskurn samband frjálsra ríkja þar sem sérhvert ríki sambandsins er byggt á lýðveldislegri stjórnarskrá sem heldur utan um þau grunnlög sem vernda grundvallarréttindi allra manna.
Í þessari ritgerð er fjallað ítarlega um friðarkenningu Kants, hugmyndafræðilegar forsendur hennar og þýðingu fyrir samtímaumræðu um frið. Ritgerðinni er skipt í tvo megin hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað nákvæmlega um kenningu Kants þar sem stjórnskipunarkerfinu er lýst og sýnt hvernig Kant rökstyður að kerfi sitt tryggi eilífan frið. Í seinni hlutanum er skoðað hvernig algild grundvallarréttindi geta tryggt frið með því að bera saman tvenns konar orsakir friðar, ótta við refsingar og virðingu fyrir réttindum, í ljósi deilu Axels Honneths og Hans Magnusar Enzensbergers um gildi algildra mannréttinda. Að lokum er greint frá hvernig kenning Kants eykur skilning á því hverju raunverulegur friður byggist á, svo hægt sé að vinna að friðsamari og réttlátari heimi.

Samþykkt
30.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Jón_Bragi.pdf399KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna