is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11192

Titill: 
  • Framleiðsla og prófanir á kremum sem innihalda útdrætti úr ilmbjörk (Betula pubescens)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Birkibörkur inniheldur ýmis virk efnasambönd og má þar nefna tríterpena og sykrur. Áhugi innan lyfjafræðinnar hefur aukist á tríterpenum þar sem þeir virðast hafa búa yfir áhugaverðum eiginleikum. Tríterpenar eru taldir hafa bólguhemjandi áhrif og hafa rannsóknir bent til þess að tríterpenar úr birkiberki geti reynst vel við vandamálum í húð.
    Markmið: Markmið verkefnisins var að útbúa vatns- og etanólútdrætti úr berki ilmbjarkar (Betula pubescens) og að greina helstu innihaldsefni þeirra. Einnig að þróa húðlyfjaform með mýkjandi og rakabindandi eiginleikum úr vatns- og etanólútdráttunum.
    Aðferðir: Gerðir voru vatns- og etanólútdrættir og innihaldsefni þessara útdrátta könnuð. Einnig voru tríterpenar úr etanólútdrætti magngreindir með háþrýstivökvaskilju. Framleidd voru krem úr útdráttum og þau prófuð með tilliti til mögulegra rakagefandi áhrifa í skammtímarannsókn. Kremin voru borin saman við viðmiðunarkrem, einnig voru þau borin saman sín á milli og við viðmiðunarsvæði án krems. Rakastigsmælingar á húð voru framkvæmdar með Corneometer® CM 825.
    Niðurstöður: Tríterpenar voru auðkenndir og magngreindir í etanólútdrætti birkibarkar og reyndist betúlín vera í mestu magni. Metýlsalicýlat var auðkennt í vatnsútdrætti. Öll kremin sem útbúin voru komu betur út en viðmiðunarsvæði þar sem ekki var borið krem á húð. Ekki reyndist marktækur munur á birkikremum og viðmiðunarkremi.
    Ályktanir: Í þessari rannsókn var framleiddur grunnur og krem úr kókosolíu sem innihéldu etanól-, vatns- og fjölsykruútdrátt. Öll kremin höfðu meiri rakagefandi eiginleika en þegar ekkert krem var borið á húð en ekki sást marktækur munur á birkikremum og viðmiðunarkremi.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Ólöf Karen 2012.pdf1.75 MBLokaður til...30.04.2132HeildartextiPDF